Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Afkomuvöktun og ráðgjöf í búrekstri útvíkkuð
Fréttir 30. maí 2025

Afkomuvöktun og ráðgjöf í búrekstri útvíkkuð

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Atvinnuvegaráðuneytið og RML gera breiðari samning um afkomuvöktun og ráðgjöf í búrekstri fyrir árin 2025–2026.

Atvinnuvegaráðuneytið hefur gert samning við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins um afkomuvöktun og ráðgjöf í búrekstri fyrir árin 2025-2026. Markmið samningsins er skv. frétt ráðuneytisins að þróa rekstrargreiningar og viðhalda þeim, og bæta hagtölusöfnun. Jafnframt á að efla rekstrar- og loftslagsráðgjöf til bænda og tryggja afkomuvöktun sem nýtist stjórnvöldum og atvinnugreininni til ákvarðanatöku og stefnumótunar.

Verkefnið mun byggt á fyrri samstarfsverkefnum ráðuneytisins og RML, sem beindust að söfnun og greiningu rekstrargagna frá sauðfjárbúum, auk eflingar rekstrarráðgjafar og þróunar leiða til bættrar afkomu. Samkvæmt samningnum verður verkefnið útvíkkað og nær þannig til fleiri búgreina. Það samræmist stefnu stjórnvalda eins og hún birtist í aðgerðaáætlunum landbúnaðarstefnu og loftslagsmála. Þekking og reynsla sem aflað hefur verið í gegnum verkefnið nýtist jafnframt í tengdum verkefnum, þar á meðal Loftslagsvænum landbúnaði.

Með samningnum er lögð áhersla á að veita bændum heildstæða ráðgjöf sem sameinar búrekstrar- og loftslagsþætti. Slík samþætt nálgun stuðlar að betri nýtingu aðfanga og getur þannig leitt til bættrar afkomu í búrekstri.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...