Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Afkoma MS batnar
Fréttir 29. júlí 2020

Afkoma MS batnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt ársreikningi Mjólkursamsölunnar fyrir 2019 batnaði afkoma hennar frá árinu þar á undan. 167 milljón króna hagnaður var á starfsemi MS á síðasta ári.

Ari Edwald, forstjóri MS segir að afkoma af reglulegri starfsemi eftir skatt sé sú sama 2018 og 2019 eða hagnaður uppá tæpar 170 milljónir króna. „Munur á niðurstöðu milli ára felst í gjaldfærslu árið 2018 á sekt Samkeppniseftirlitsins vegna meintra brota á samkeppnislögum. Það mál er nú fyrir Hæstarétti en gjaldfærsla var engu að síður framkvæmd þegar héraðsdómur lá fyrir.

„Ég tel niðurstöðuna á síðasta ári viðunandi miðað við aðstæður. Það voru engar verðhækkanir á söluvörum MS á árinu 2019 en miklum kostnaðarhækkunum var mætt með hagræðingu. Þar má nefna samningsbundnar launahækkanir sem námu á þriðja hundrað milljónum króna, ýmsar hækkanir frá birgjum tengdar verðlagsþróun og svo t.d. skattahækkanir, en bara álögur vegna bifreiðareksturs MS hækkuðu um 35 m.kr. á síðasta ári. Almennt talað er afkoma MS samt engan veginn ásættanleg og uppsöfnuð niðurstaða frá 2007, er reksturinn komst í núverandi mynd, er um 700 milljóna króna tap. Afkoman hefur batnað en samt er hagnaður í fyrra aðeins 0,6% af tæplega 28 milljarða króna veltu og arðsemi eigin fjár, sem nemur rúmum 8 milljörðum króna, er aðeins um 2%. Opinber fyrirtæki eins og veitufyrirtæki, miða við að þau þurfi að hafa 6-8% arðsemi eigin fjár. Þótt Mjólkursamsalan sé ekki hagnaðardrifið fyrirtæki á innanlandsmarkaði þarf fyrirtækið að geta viðhaldið sér og fjárfest í nýjungum og tækjum og til þess þarf afkoman að batna frá því sem verið hefur.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...