Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Afi veit hvað hann syngur
Mynd / MÞÞ
Fréttir 12. ágúst 2015

Afi veit hvað hann syngur

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Afi minn sagði mér í apríl að heyskapur myndi hefjast um miðjan ágúst.  Það stefnir allt í að sú verði raunin,“ segir Aðalsteinn Sigurðsson bóndi á Vaðbrekku í Efri-Jökuldal.  Heyskapur var ekki hafinn á bænum þegar Bændablaðið sló á þráðinn, en Aðalsteinn var að koma sér í gírinn og hugðist hefjast handa nú um miðjan ágúst. „Þá kviknar nýtt tungl og það lofar góðu.“

Afi Aðalsteins og nafni, Aðalsteinsson var lengi bóndi á Vaðbrekku.  „Ég hef verið alveg rólegur í sumar og treysti því sem afi sagði, enda eru svo sem ekki nema einar 6 vikur frá því ég bar á.  Það var ekki hægt að bera á hér um slóðir fyrr en í kringum mánaðamótin júní og júlí.  Þeir sem muna tímana tvenna segja að ástandið í sumar sé með svipuðum hætti og var árið 1979,“ segir Aðalsteinn.

Kalt hefur verið fyrir austan og nefnir Aðalsteinn að nú bara fyrir rúmri viku hafi verið 2ja stiga frost að næturlagi og gránaði í fjöll.  „En ég hef engar áhyggjur, hann afi veit hvað hann syngur, hann sá þetta fyrir þegar í apríl.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...