Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bambahús endurnýtir plasttanka.
Bambahús endurnýtir plasttanka.
Fréttir 28. maí 2024

Afhending Kuðungsins

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sorpa og Bambahús eru handhafar Kuðungsins árið 2024.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, veitti umhverfisviðurkenninguna 2. maí. Auk þess fékk lögreglan á Vesturlandi sérstök hvatningarverðlaun Kuðungsins, en embættið hefur náð fullum orkuskiptum. Nemendur í 10. bekk Árbæjarskóla voru útnefndir Varðliðar umhverfisins árið 2024 fyrir samþætt umhverfisverkefni sitt um sjálfbæra þróun.

Góður árangur í flokkun á lífrænum úrgangi

Sorpa annast meðhöndlun úrgangs, rekstur á móttöku- og flokkunarstöð, urðunarstað, gas- og jarðgerðarstöð og sex endurvinnslustöðvum, sem reknar eru samkvæmt þjónustusamningi við sveitarfélögin sem eiga Sorpu; Reykjavík, Kópavog, Hafnarfjörð, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnes.

Hlýtur Sorpa viðurkenninguna vegna þess góða árangurs sem náðst hafi í flokkun á lífrænum úrgangi á síðasta ári, í samstarfi við almenning. Ráðist hafi verið í mikilvæg umbótaverkefni sem gengu út á innleiðingu samræmds flokkunarkerfis og sérsöfnun matvæla á höfuðborgarsvæðinu.

Endurvinnsla á bömbum

Bambahús eru íslensk gróðurhús smíðuð úr galvaníseraðri stálgrind, klædd með 10 mm einangruðu gróður- húsaplasti. Við hönnun og smíði Bambahúsa er talið að sýnt hafi verið eftirtektarvert frumkvæði með því að nýta hráefni sem annars hefði verið fargað eða það sent úr landi, til dæmis á bömbum sem eru þúsund lítra plasttankar gerðir úr plasti og galvaníseruðu járni. Vörur fyrirtækisins tali beint inn í hringrásarhagkerfið og sýni og sanni eina ferðina enn að það sem er úrgangur í augum eins getur verið gull í augum annars.

Skylt efni: Kuðungurinn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f