Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Þeir sem hafa fengið að smakka rjómalíkjörinn hjá Pétri segja hann ótrúlega góðan enda er hann vinsælasti starfsmaðurinn í MS Selfossi þessar vikurnar því prófanir á drykknum fara m.a. þar fram. Drykkurinn er 18% af styrkleika.
Þeir sem hafa fengið að smakka rjómalíkjörinn hjá Pétri segja hann ótrúlega góðan enda er hann vinsælasti starfsmaðurinn í MS Selfossi þessar vikurnar því prófanir á drykknum fara m.a. þar fram. Drykkurinn er 18% af styrkleika.
Mynd / MHH
Fréttir 16. mars 2018

Áfengur rjómadrykkur úr íslenskri mjólk

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Verkefnið gengur ótrúlega vel, allar tilraunir og allt sem fylgir svona nýjung hefur komið ótrúlega vel út. Ef allt gengur að óskum þá vonast ég til að drykkurinn geti farið á markað eftir nokkra mánuði,“ segir Pétur Pétursson mjólkurfræðingur.
 
Hann er að þróa 18% rjómalíkjör úr íslenskri mjólk með ethanol úr íslenskri ostamysu á markað. Pétur fékk styrk frá verkefninu „Mjólk í mörgum myndum“ á síðasta ári við að vinna að hugmynd sinni. Verkefnið er á vegum Auðhumlu og Matís sem veitir nýsköpunarstyrki til að þróa nýjar vörur úr mjólk. Drykkur Péturs heitir Jökla sem  yrði fyrsti íslenski rjóma­líkjörinn unninn úr íslenskri mjólk og með ethanol úr íslenskri ostamysu frá Heilsuprótein ehf. 
 
„Jökla er alfarið hugmynd mín þar sem hann nýtir sérþekkingu mína á sviði mjólkurframleiðslu og áratuga reynslu af sölu á landbúnaðarvörum til bænda,“ segir Pétur stoltur og ánægður með nýja rjómalíkjörinn. 
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...