Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Áfengi, tóbak, kaffi og sykur
Líf og starf 21. desember 2022

Áfengi, tóbak, kaffi og sykur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Lögvíma er ný bók eftir Þorstein Úlfar Björnsson sem fjallar um löglegu vímuefnin sem margir nota, áfengi, tóbak, kaffi og sykur. Flestir hafa takmarkaða hugmynd um hvað þessi efni eru í raun og hvað þau eru að gera neytendum.

Mörg okkar hafa alist upp við þessi efni í umhverfi okkar og að það sé sjálfsagt að neyta þeirra í einhverjum mæli.

Hver eru áhrifin?

En hvernig virka þau? Hvaða áhrif hafa þau? Eru þau slæm fyrir okkur? Hver er saga notkunar? Þessum spurningum og fleirum veltir höfundur bókarinnar fyrir sér og reynir að svara og víst er að svörin eiga eftir að koma mörgum á óvart.

Þorsteinn segir að sennilega séu fáir sem gera sér grein fyrir því að þeir eru vímuefnaneytendur vegna þeirrar einföldu athafnar að þeir fá sér kaffi, te eða kóladrykk. „Sum vímuefni eru svo algeng og svo sjálfsögð að við skynjum þau ekki sem slík þar sem þau eru fyrir framan okkur allt lífið. Við ölumst upp við þau og neyslu þeirra.“

Lengi í vinnslu

Að sögn Þorsteins er bókin búin að vera lengi í smíðum, vel á annan áratug, enda alltaf að koma fram ný vitneskja um viðfangsefnið sem þarf að endurnýja og skipta út. „Ég hef skrifað nokkrar aðrar bækur um svipað efni og hef getað nýtt mér eitt og annað úr þeim og efni sem ég viðaði að mér við vinnslu þeirra.“

Lögvíma er sjöunda bók höfundar um vímuefni, sögu þeirra og notkun. Þorsteinn er kvæntur, eftirlaunaþegi og á fjögur börn og tvö barnabörn.

Hann stundar garðrækt og grúsk. Bókina má nálgast hjá höfundi eða lesa án endurgjalds á issuu.com.

Skylt efni: bókaútgáfa

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f