Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 12 ára.
Af hverju missir lerki ekki alltaf barrið á veturna?
Gamalt og gott 25. október 2013

Af hverju missir lerki ekki alltaf barrið á veturna?

Lerki missir yfirleitt barrið á veturna og er meðal örfárra tegunda barrtrjáa sem það gerir. Einstök lerkitré missa þó ekki nálarnar eðlilega á haustin og tolla brúnar og visnaðar nálar á þeim yfir veturinn og jafn vel fram á næsta vor.
Meðal trjáa hafa þróast tvær mismunandi leiðir til að forðast skaða yfir veturinn. Flestar tegundir lauftrjáa, og til dæmis lerki meðal barrtrjáa, mynda tiltölulega þunn og „ódýr“ laufblöð sem lifa aðeins eitt sumar og er síðan hent um haustið, oft eftir myndarlega skrautsýningu haustlita. Flestar tegundir barrtrjáa, og til dæmis alparósir meðal laufrunna, mynda hins vegar tiltölulega þykk og „dýr“ laufblöð, oft með þykkri vaxhúð, sem gerir þeim kleyft að lifa af einn eða fleiri vetur á trénu. Þessar mismunandi leiðir hafa þróast í tímans rás undir mismunandi kringumstæðum og virðist hvorug betri en hin.

Hjá öllum eðlilegum trjám er frumulag neðst í blaðstilkum laufblaða/nála sem er viðkvæmt fyrir plöntuhormóninu absissínsýru. Hjá sumargrænum trjám myndast absissínsýra í öllum laufblöðum á hverju hausti, frumulag þetta leysist upp og blöðin falla af trjánum. Hjá sígrænum trjám myndast absissínsýra í blöðum sem eru orðin nokkurra ára gömul og þau falla af trjánum, það er einn árgangur blaða/nála á ári, en yngri blöð/nálar falla ekki.
Lerkitré sem ekki missa nálarnar á haustin eru sennilega með erfðagalla sem felst annað hvort í því að nálarnar mynda ekki næga absissínsýru eða að frumurnar í umræddu frumulagi eru ekki nægilega viðkvæmar fyrir absissínsýru.

Byggt á svari Þrastar Eysteinssonar, sviðsstjóra þjóðskóganna hjá Skógrækt ríkisins, á Vísindavef Háskóla Íslands, en hann tók einnig meðfylgjandi mynd.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...