Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ævintýri á aðventunni
Mynd / Aðsendar
Menning 8. desember 2023

Ævintýri á aðventunni

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Sviðslistahópurinn Hnoðri í norðri var stofnaður með pomp og prakt í fyrra, en hópurinn, sem samanstendur af sex atvinnulistamönnum, býður áhorfendum sínum upp á sérsamda íslenska söngleiki og óperur.

Hefur flutningur þeirra hlotið góðar undirtektir, en í desember sl. var fyrsta sýning hópsins, Ævintýri á aðventunni, sýnd í öllum grunnskólum frá Vopnafirði til Hvammstanga, bæði kennurum og nemendum til mikillar gleði.

Verkið fjallar um þær systur, Gunnu (á nýju skónum) og Sollu (á bláum kjól) sem halda í bæjarferð til þess að versla jólagjafirnar, rekast þar bæði á jólasvein og jólaköttinn auk þess sem þær þurfa að muna allar þær „reglur“ sem fylgja jólunum svo og jólalög.

Voru sumir áhorfenda að heyra óperusöng í fyrsta skipti en heiðurinn að lögum og texta er ein sexmenninganna, Þórunn Guðmundsdóttir. Hún er einnig höfundur verksins en félagar hennar í hópnum hafa allir sitt hlutverk. Má þar nefna leikstjórann Jennýju Láru Arnórsdóttur, búningahönnuðinn Rósu Ásgeirsdóttur, Jón Þorstein Reynisson sem sér um söng, leik og harmonikkuspil, en söngur og leikur er einnig í höndum þeirra Bjarkar Níelsdóttur og Erlu Dóru Vogler auk þess sem þær tvær síðastnefndu sinna starfi verkefnastjóra í tengslum við leikverkið.

Leikritið Ævintýri á aðventunni verður annars sýnt í fjögur skipti nú í byrjun desember, miða má finna á tix.is og eru sýningar haldnar í Samkomuhúsinu á Akureyri.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...