Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Rósagarðurinn fyrir framan Baroniet í Rosendal er ákaflega fallegur en garðurinn er 300 ára gamall, í endurreisnarstíl og byggður upp eins og völundarhús.
Rósagarðurinn fyrir framan Baroniet í Rosendal er ákaflega fallegur en garðurinn er 300 ára gamall, í endurreisnarstíl og byggður upp eins og völundarhús.
Mynd / ehg
Á faglegum nótum 14. september 2017

Ævintýragarðurinn við barónshöllina

Höfundur: Erla H. Gunnarsdóttir
Eina barónshöllin sem til er í Noregi er að finna í bænum Rosendal í Harðangursfirði, Baroniet, og er frá árinu 1665. 
 
Það er sérstök tilfinning að ganga um svæðið í kringum höllina og ekki síður að njóta þess fallega gróðurs sem umlykur hana en rósagarðurinn fyrir framan Baroniet er glæsilegur á að líta og er ákveðið kennileiti fyrir staðinn. 
 
Tvö kaffihús/veitingastaðir eru við barónshöllina þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
 
Saga staðarins er merkileg en árið 1658 var brúðkaup ríkasta erfingja Noregs og dansks aðalsmanns, Karen Mowat og Ludvig Rosenkrantz, fengu bóndabæinn Hatteberg í Kvinnhéraði í brúðkaupsgjöf og hér byggðu þau sína litlu höll sem kölluð var Rosendal sem var fullkláruð árið 1665. Kristján fimmti, konungur yfir Danmörku og Noregi, tók til sín barónshöllina árið 1678 sem upp frá því var kallað Baroniet. Frá árinu 1745 var Rosendal og þar með höllin í eigu Rosenkroneættarinnar en árið 1927 fékk háskólinn í Osló það að gjöf. Í dag er félag innan skólans sem fer með rekstur staðarins. 
 
Rósir í öllum regnbogans litum prýða garðinn við barónshöllina.
 
Þjóðernisrómantík og rósailmur
 
Það má segja að staðurinn sé algjört augnakonfekt og ættu flestir að geta notið þess að ganga um og skoða bæði höllina og garðinn. Hægt er að fá kynnisferð um höllina sem er varðveitt eins og heimili þeirra sem bjuggu þar síðast árið 1927. Þannig eru veggirnir í gamla barokkherberginu, sem síðar var nýtt sem bókasafn, klæddir með einstöku frönsku veggfóðri frá því um 1660. Í matsalnum er hægt að sjá eitt af elsta konunglega danska strámynsturpostulíni sem til er í Noregi. Landslagsmálverkum og þjóðernisrómantíkinni eru gerð góð skil á veggjunum eftir þekkta norska málara og einnig er þar að finna verk eftir Edvard Munch frá því um 1880. 
 
300 ára gamall garður
 
Garðurinn við höllina er ævintýralegur, 300 ára gamall í endurreisnarstíl, þar sem rósir í öllum litum njóta sín í garðinum sem er byggður upp eins og völundarhús. Árið 1850 var hvítur múr sem hafði umlukið garðinn rifinn niður til að leyfa rósunum að njóta sín betur. 
 
Það er alveg hægt að gleyma sér við að ganga í rólegheitum um garðinn, hlusta á fossa- og árnið renna hjá og njóta augnabliksins. Þó að Baroniet sé minnsta höll í Skandinavíu þá er umhverfið í kring vissulega stórbrotið og fallegt og ætti enginn fagurkeri að láta það framhjá sér fara. 
 

7 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...