Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Valgerður Jónsdóttir og Arnlín Óladóttir við hæsta sitkagrenitréð í Barmahlíð.
Valgerður Jónsdóttir og Arnlín Óladóttir við hæsta sitkagrenitréð í Barmahlíð.
Mynd / Sæmundur Kr. Þórvaldsson
Fréttir 13. október 2016

Æsispennandi kappvöxtur alaskaaspar og sitkagrenis á Vestfjörðum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Hæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Hnífjafnt er nú í kapphlaupi alaskaaspar í Dýrafirði og sitkagrenis í Reykhólasveit.

Starfsfólk landshlutaverkefna í skógrækt sem nú er hluti af hinni nýju stofnun, Skógræktinni, hafa hist árlega á nokkurs konar landsmóti til að bera saman bækur sínar og kynnast nytjaskógrækt á lögbýlum í mismunandi landshlutum. Að þessu sinni var komið saman á Reykhólum 21.–22. september.

Skógfræðingar beina tækjum sínum að sitkagrenitrjánum í Barmahlíð. Frá vinstri: Kristján Jónsson, Valgerður Erlingsdóttir og Rakel Jónsdóttir. 

Í tengslum við landsmótið var efnt til trjámælinga þar sem vitað var um hæstu tré á Vestfjarðakjálkanum. Ekki er vitað betur en að nú berjist myndarleg alaskaösp við Miðbæ í Haukadal í Dýrafirði um titilinn hæsta tré Vestfjarða við ekki síður myndarlegt sitkagrenitré í hinni ástsælu Barmahlíð í Reykhólasveit. Mælingin nú sýnir að öspin hefur náð greninu og sennilega ná bæði þessi tré að rjúfa 20 metra múrinn á næsta sumri.

Á eftir að taka sumarið út

Grenið í Barmahlíð mældist nú 19,6 m og hefur bætt við sig 60 cm síðustu tvö sumur. Öspin mældist 19,7 m og hefur hækkað um 140 cm á tveimur sumrum. Sæmundur Þorvaldsson, skógfræðingur hjá Skógræktinni á Vestfjörðum, bendir þó á að hafa beri í huga að grenið eigi eftir að taka út góða sumarið 2016, ef svo má segja, en hagstætt veður nýliðins sumars hafi þegar nýst öspinni. Frá þessu er sagt á vef Skógræktarinnar, skogur. is. 

Skylt efni: trjávöxtur | há tré

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f