Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Dúnn þurrkaður á grindum. Á fyrstu tíu mánuðum ársins 2022 voru flutt út 1.917 kg af íslenskum æðardúni til tólf landa.
Dúnn þurrkaður á grindum. Á fyrstu tíu mánuðum ársins 2022 voru flutt út 1.917 kg af íslenskum æðardúni til tólf landa.
Mynd / Helga María Jóhannesdóttir
Fréttir 28. desember 2022

Æðardúnn á uppleið

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hækkandi orkuverð í Evrópu getur verið ástæða þess að útflytjendur íslensks æðardúns finna fyrir aukinni sölu afurðar­ innar til heimsálfunnar.

Útflutningur á æðardúni hefur gengið vel í ár og er mun meiri en í meðalári. Á fyrstu tíu mánuðum ársins 2022 voru flutt út 1.917 kg af íslenskum æðardúni til tólf landa samkvæmt tölum Hagstofunnar. Langmest, eða 900 kg, fóru til Japans, 586 kg til Þýskalands, 107 kg til Sviss og 105 kg til Danmerkur. Meðalverð á kíló í ár hefur verið um 190.000 krónur, en verðið er frá rúmum 160.000 krónum upp í 262.000 krónur.

Erla Friðriksdóttir.
Mynd / Aðsend
Sveiflukenndur markaður

Erla Friðriksdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri hjá Íslenskum æðardúni ehf., segir markaðinn kominn til baka eftir niðursveiflu undanfarinna ára. Talsverðar sveiflur geta orðið í sölu á æðardúni eftir eftirspurn og gengisþróun. Þannig voru 1.851 kíló flutt út árið 2020 fyrir tæpar 390 milljónir króna, en meðalkílóaverð nam þá tæpum 210.000 krónum samkvæmt tölum Hagstofunnar.

„Markaðurinn gengur í sveiflum, svipað eins og með grásleppuhrogn og minkaskinn. Kaupendur halda að sér höndum þegar verðið er of hátt og þá safnast birgðir upp,“ segir hún.

Sú var raunin í fyrra en þá seldust 3.839 kg af æðardúni út fyrir tæpar 638 milljónir íslenskra króna og meðalverðið þá rúm 180.000 krónur á kílóið, eftir að birgðir höfðu safnast upp árin á undan.

Erla segist finna fyrir aukinni eftirspurn frá Evrópu í ár. „Ég hef grun um að það sé út af orkukrísunni. Húsin eru ekki hituð eins mikið og fólk leitar í að hafa eitthvað hlýtt að sofa við,“ segir Erla, en samkvæmt tölum Hagstofunnar fer dúnninn til Þýskalands, Sviss, Danmerkur, Bretlands, Hollands, Ítalíu, Noregs, Póllands og Liechtenstein.

Íslenskur æðardúnn er óneitanlega dýrasta landbúnaðarafurð landsins, en dúnninn er alla jafna notaður í gæða æðardúnsængur sem geta kostað vel yfir 1.500 þúsund krónur. Oft er sagt að æðardúnsængur séu á bílverði í Asíu.

Ísland er með um 70-80% af heimsmarkaðshlutdeild æðardúns. Tæplega 400 æðardúnsbændur eru starfandi hér á landi og falla um 2.500–3.000 kíló af dúni til árlega.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...