Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Á söfnunum eru oft fjölbreyttir viðburðir í desember. Hér má sjá jólasveina heimsækja Þjóðminjasafn Íslands.
Á söfnunum eru oft fjölbreyttir viðburðir í desember. Hér má sjá jólasveina heimsækja Þjóðminjasafn Íslands.
Mynd / Þjóðminjasafn
Líf og starf 12. desember 2022

Aðventan og jólin á söfnunum

Höfundur: Dagrún Ósk Jónsdóttir, verkefnisstjóri FÍSOS.

Jólunum fylgir yfirleitt ákveðinn hátíðleiki og gleði. Þau eru töfrandi tími. Þá er oft mikið um að vera, en á sama tíma leggur fólk mikið upp úr því að reyna að slaka á og eiga gæðastundir með fjölskyldu, vinum og ættingjum.

Í desember, í aðdraganda jólanna, er líka oft mikið um að vera á söfnum landsins, en þau eru gífurlega fjölbreytt, ólík og áhugaverð. Í safnaflórunni má finna náttúrugripa-, lista- og minjasöfn sem öll hafa gífurlega mikilvægu hlutverki að gegna í samfélaginu. Hlutverk safna er auðvitað að safna munum og minningum, skrá og varðveita fyrir framtíðina, stunda rannsóknir og miðla.

Söfnin taka þátt í gleðinni sem ríkir í desember. Víða eru settar upp sérstakar jólasýningar, haldnir jólaviðburðir, tónleikar, fræðafjör, smiðjur og skemmtanir fyrir fólk á öllum aldri. Söfnin varðveita muni, gripi, listaverk, sögur, fróðleik, myndir og minningar sem tengjast vetrinum og jólahátíðinni og í desember er kjörið tækifæri til að draga það fram og leyfa sem flestum að njóta.

Mörg söfn varðveita muni, myndir og minningar sem tengjast jólunum. Mynd / Sauðfjársetur á Ströndum


Jólin hafa þróast og breyst í áranna rás. Það er gaman að heimsækja söfn á aðventunni og rifja upp gamla tíma, hvað þótti áður ómissandi hluti af jólunum en sést varla lengur? Hvað hefur bæst við? Og hvernig mun hátíðin halda áfram að breytast á komandi árum?

Í ár hafa söfn á Íslandi líka tekið sig saman um að búa til sameiginlegt jóladagatal á vefnum. Einn gluggi verður opnaður í jóladagatalinu á hverjum degi og þar leynast alls konar fallegir gripir, munir, listaverk og náttúrufyrirbrigði sem tengjast jólunum og vetrinum. Þannig eru söfnin einnig gerð aðgengileg, því hægt er að njóta þess að skoða dagatalið heima. Það er aðgengilegt á Facebook-síðunni Félag íslenskra safna og safnmanna.

Þá hvetjum við ykkur líka öll sem eitt til að heimsækja söfnin í ykkar nærumhverfi á aðventunni. Það er skemmtileg leið til að brjóta upp aðventustressið og slaka á. Söfn eru upplýsandi, fræðandi og gefandi. Þar má finna jólaandann svífa yfir vötnum, hátíðleika og gleði.

Skylt efni: söfnin í landinu

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...