Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bjarki er frá Stykkishólmi og Pálína frá Eystra-Geldingaholti.
Bjarki er frá Stykkishólmi og Pálína frá Eystra-Geldingaholti.
Mynd / mar
Fréttir 26. júní 2024

Aðstoðarmenn Bjarkeyjar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Bjarki Hjörleifsson og Pálína Axelsdóttir Njarðvík hafa verið ráðin sem aðstoðarmenn matvælaráðherra.

Bjarki er fæddur árið 1989 og alinn upp á Stykkishólmi. Hann var sjálfstæður atvinnurekandi í matvælageiranum á árunum 2013 til 2018 þar sem hann rak meðal annars pitsustað og matarvagn. Bjarki útskrifaðist með BA-próf í stjórnmálafræði frá HÍ árið 2019. Hann var kosningastjóri hjá Vinstri grænum í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar árin 2017 og 2021. Enn fremur var hann skrifstofustjóri á flokksskrifstofu VG árin 2019 til 2020. Þá var hann starfsmaður þingflokks VG frá 2020 þangað til hann fylgdi Bjarkeyju í matvælaráðuneytið í vor.

Pálína er fædd árið 1991 og ólst upp á Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Hún útskrifaðist sem stúdent frá Kvennaskólanum árið 2011. Þá útskrifaðist hún með BSc.-gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2016 og MSc.-gráðu í félagssálfræði árið 2019. Á árunum 2020 til 2022 starfaði hún sem sérkennslustýra og vann hún sem ráðgjafi hjá Attendus frá 2023 til 2024. Pálína hefur frá árinu 2015 haldið úti Instagram- reikningnum @farmlifeiceland þar sem hún gefur innsýn í dagleg störf á sauðfjárbúi. Þar er hún með rúmlega tvö hundruð og sjötíu þúsund fylgjendur.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...