Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Daníel Hansen er forstöðumaður fræðasetursins.
Daníel Hansen er forstöðumaður fræðasetursins.
Mynd / smh
Fréttir 16. september 2020

Aðsóknin aldrei verið meiri á Fræðasetur um forystufé

Höfundur: smh

Aðsóknin að Fræðasetri um forystufé í Þistilfirði hefur aldrei verið meiri en í sumar. Að sögn Daníels Hansen forstöðumanns eru gestir nánast allir Íslendingar.

Hann segir að þegar COVID-fárinu léttir muni sjónum einnig í meira mæli verða beint að erlendum ferðamönnum í markaðssetningu á þessu einstaka fjárkyni. Í litlu sýningarrými inn af móttökurými setursins hefur listsýning verið í gangi í sumar, þar sem Gunnar Karlsson sýnir leirhrúta, og eru þeir til sölu. „Næsta sumar verður Pétur Magnús­son með sýningu á ljósmyndum af forystufé. Pétur býr bæði í Reykjavík og á Raufarhöfn. Gaman er að geta þess að þetta gallerí er bókað til ársins 2032,“ segir Daníel.

Uppstoppaðir hausar prýða vegg í aðalrými sýningarsalarins.

Þrennir tónleikar haldnir í sumar

„Í sumar hafa verið haldnir þrennir tónleikar þar sem listafólk í heimabyggð hefur spilað og sungið. Áætlað var að hafa þrenna tónleika í ágúst en þeim verður frestað vegna ástandsins í landinu,“ bætir hann við.

Pylsur, kerti og ullarband

Alls kyns varningur er jafnan á boðstólum í fræðasetrinu, allt sem er unnið úr afurðum forystufjár eða tengt forystufé á einhvern hátt; kerti, pylsur, horn og svo ullarband af forystufé, sem Daníel segir að sé mýkra en annað band og það sé mjög vinsælt.

„Ef þú klæðist fatnaði úr ull af forystu­fé þá ratar þú alltaf heim“, stendur hér fyrir ofan varninginn í versluninni.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...