Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Gulræturnar frá Ósi eru komnar með lífræna vottun.
Gulræturnar frá Ósi eru komnar með lífræna vottun.
Mynd / Úr einkasafni
Fréttir 11. maí 2020

Aðlögunarstyrkir fyrir lífræna framleiðslu geta numið helmingi af kostnaði

Höfundur: smh

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur auglýst styrki lausa til umsóknar vegna aðlögunar að lífrænni framleiðslu. Þetta er í fjórða sinn sem styrkirnir eru veittir með núverandi sniði, en um styrkina var samið í búvörusamningunum sem tóku gildi 1. janúar 2017 og var fjármagn til þessa þáttar aukið til muna miðað við fyrri samning.

Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu er heildarfjárhæð til úthlutunar um 35 milljónir króna á ári. „Ekki er unnt að segja til um hve margir geti fengið styrki hverju sinni, það fer eftir áætluðum aðlögunarkostnaði. Sjá fjölda styrkhafa í 1. töflu. Á þessum árum hafa 7 framleiðendur fengið styrki og hefur alls verið úthlutað tæpum 44 milljónum króna á þessum þremur árum.“

Meðalstyrkupphæð er um fjórar milljónir

„Stuðningur við hvern framleiðanda getur að hámarki numið 50 prósentum af árlegum aðlögunarkostnaði með tilliti til umfangs aðlögunar. Hver framleiðandi getur þó ekki fengið hærra framlag árlega en 20 prósent af heildar­framlögum stuðningsins samkvæmt fjárlögum. Sá framleiðandi sem hefur fengið hæsta úthlutun samanlagt hefur fengið 13.619.268 kr. á tveimur árum. Meðalupphæð styrkja er um fjórar milljónir króna,“ segir í svari ráðuneytisins.

Umsóknarfrestur er til 15. maí 2020. Sótt er um í Afurð (www.afurd.is ), greiðslukerfi landbúnaðarins. Gert er ráð fyrir að styrkir verði greiddir út í ágúst 2020. 

Lífræn framleiðsla - aðlögunarstuðningur

 

Ár

Á

fjárlögum

Veittur

stuðningur

Samþykktar umsóknir

2017

35.013.409

3.231.250

1

2018

35.305.720

21.266.404

4

2019

37.227.391

19.470.545

6

2020

37.611.460

 

 

 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f