Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Aðgerðir vegna matvæla sem innhalda mengað aukefni
Fréttir 6. ágúst 2021

Aðgerðir vegna matvæla sem innhalda mengað aukefni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undanfarna mánuði hafa mörg lönd innan Evrópusambandsins orðið vör við að ákveðnar framleiðslulotur af aukefninu karóbgúmmí (E 410) hafa reynst mengaðar af etýlenoxíði sem er ólöglegt varnarefni. Matvæli sem innihalda mengað karóbgúmmí ber að taka af markaði.

Upplýsingarnar hafa borist Matvælastofnun með RASFF (Rapid Alert System for Food and Feed) viðvörunarkerfi Evrópusambandsins og EFTA-ríkjanna fyrir matvæli og fóður. 

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og aðildarríki ESB hafa lagt fram sameiginlegar leiðbeiningar um hvernig meðhöndla skuli matvæli sem innihalda þessi efni  á samræmdan hátt.

Matvælastofnun hefur haft samband við fyrirtæki og eftirlitsaðila sem málið snertir. Vinna er hafin við að finna þessar vörur og taka af markaði. Efnið er m.a. notað í ís, unnar kjötvörur og sósur. Matvælafyrirtæki sem nota karóbgúmmí í framleiðslu sína eru hvött til að kanna það hjá birgja hvort efnið sé öruggt.

Etýlenoxíð hefur ekki bráða eiturvirkni í litlu magni, eins og hér um ræðir, en langvarandi neysla getur haft skaðleg áhrif á heilsu. Efnið er notað sem varnarefni í ákveðnum heimshlutum, til dæmis til að sótthreinsa fræ og krydd. Ekki er leyfilegt að nota etýlenoxíð við matvælaframleiðslu innan ESB, né setja á markað matvæli sem innihalda það.

Samkvæmt samræmdum leiðbeiningum á að innkalla allar vörur sem  geta innihaldið þetta mengaða efni. Þessar ráðstafanir eru íþyngjandi fyrir þau fyrirtæki sem um ræðir en aðgerðirnar eru nauðsynlegar til að tryggja öryggi neytenda.  Matvælafyrirtæki sem hafa fengið tilkynningu um að mengað karóbgúmmi hafi verið notað í matvæli sem þau dreifa ber að stöðva dreifingu þeirra, taka þau af markaði og innkalla frá neytendum.  Tilkynna skal slíkar aðgerðir til eftirlitsaðila fyrirtækisins.

Á síðasta ári var töluvert um innkallanir á vörum sem innhéldu sesamfræ sem innihélt þetta ólöglega varnarefni.

Ítarefni:

Skylt efni: Mast matvæli

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f