Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir landbúnaðarstefnuna sem samþykkt var á Alþingi í júní 2023

Landbúnaðarstefnan gildir til 2040 og veitir framtíðarsýn stjórnvalda fyrir íslenskan landbúnað.

Áætlunin samanstendur af tíu eftirtöldum efnisköflum og mismörgum aðgerðum undir hverjum þeirra en alls eru aðgerðirnar 28 talsins; fæðuöryggi, loftslagsmál, líffræðileg fjölbreytni, landnýting og varðveisla landbúnaðarlands, hringrásarhagkerfi, alþjóðleg markaðsmál, neytendur, nýsköpun og tækni, menntun, rannsóknir og þróun og fyrirkomulag stuðnings við landbúnað.

Sjálfbær þróun

Meginmarkmið stefnunnar eru að efla og styðja íslenskan landbúnað og styrkja stoðir hans til framtíðar með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.

Í tilkynningu matvælaráðuneytisins kemur fram að áætluninni sé ætlað að ná yfir þau verkefni landbúnaðarstefnunnar sem eru á forræði matvælaráðuneytisins og verða í forgangi á tímabilinu. Aðgerðirnar séu ekki settar fram í forgangsröðun heldur er uppröðun aðgerðanna í samræmi við uppbyggingu landbúnaðarstefnunnar sjálfrar.

Tillögur að nýjum aðgerðum

Drög að áætluninni voru í opnu samráði frá 29. febrúar til 2. apríl á þessu ári og bárust alls 15 umsagnir. Þar komu fram tillögur að mörgum nýjum aðgerðum, meðal annars um hringrásarhagkerfið, merkingar matvæla og líffræðilega fjölbreytni.

Í tilkynningunni kemur enn fremur fram að við gerð áætlunarinnar hafi verið lögð áhersla á að setja fram afmarkaðar og tímasettar aðgerðir með raunhæfri tímaáætlun.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f