Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Erling Freyr Guðmundsson frá Ljósleiðaranum (t.v.), ásamt Margréti Tryggvadóttur og Benedikt Ragnarssyni frá Nova.
Erling Freyr Guðmundsson frá Ljósleiðaranum (t.v.), ásamt Margréti Tryggvadóttur og Benedikt Ragnarssyni frá Nova.
Mynd / Gunnar Svanberg
Fréttir 23. ágúst 2022

Aðgengi að ljósleiðara aukið

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nova og Ljósleiðarinn hafa undirritað samning um nýtingu ljósleiðara á landsvísu, sem mun flýta fyrir uppbyggingu 5G.

Uppbyggingunni verður sérstaklega hraðað á Vestfjörðum og Norðausturlandi. Þá hafa 65 sendar þegar verið settir upp í öllum landshlutum og er áætlað að þeir verði orðnir 200 árið 2024.

„5G Nova er nú þegar komið upp í öllum landshlutum og mun eflast hratt á næstu mánuðum þar sem samstarf félaganna gegnir lykilhlutverki. Fleiri og öflugri sendar auka öryggi landsmanna.

Nova hefur fjárfest umtalsvert í innviðum sínum á síðustu árum sem hefur gert félaginu kleift að stíga mikilvæg skref sem þessi og halda áfram að vera leiðandi og í fremstu röð í innleiðingu 5G á Íslandi,“ segir Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova.

99,9% þjóðarinnar með aðgengi að ljósleiðara

Samstarf Nova og Ljósleiðarans ýtir enn frekar undir það markmið stjórnvalda að fyrir árslok 2025 verði 99,9% þjóðarinnar með aðgengi að ljósleiðara.

„Aðgengi heimila, fyrirtækja og stofnana að öruggum fjarskiptum er mikilvægt í nútímasamfélagi. Uppbygging þessara innviða gegnir mikilvægu hlutverki í aukinni samkeppni á fjarskiptamarkaði og ekki síst fyrir heildsölu- og stórnotendur á landsbyggðinni,“ bætir Margrét við.

„Við ætlum að leggja ljósleiðara- kerfi, sem getur borið yfir 1.000 þræði um allt land og með því fá allir landsmenn betra aðgengi og öruggari fjarskiptaþjónustu,“ segir Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans.

Að sögn hefur Nova verið í fararbroddi í innleiðingu nýjustu tækni og er komið lengst í uppbyggingu 5G á Íslandi.

Ljósleiðarinn samdi nýverið við utanríkisráðuneytið um afnot af tveimur af átta ljósleiðaraþráðum í ljósleiðarastreng NATO. Sá strengur liggur hringinn í kringum Ísland og til Vestfjarða.

Skylt efni: ljósleiðari

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...