Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Aðfanganotkun landbúnaðarins 40,8 milljarðar
Fréttir 27. janúar 2020

Aðfanganotkun landbúnaðarins 40,8 milljarðar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands lækkaði framleiðsluvirði landbúnaðar á Íslandi um 3% árið 2018. Heildarframleiðsluvirði land­búnaðarins fyrir árið 2018 var 60,9 milljarðar á grunnverði að meðtöldum vörustyrkjum en að frátöldum vörusköttum.

Lækkunina má rekja til 3,8% minna framleiðslumagns og 0,8% verðhækkunar samanborið við árið áður, samkvæmt því sem segir á vef Hagstofunnar. Formaður Bænda­samtaka Íslands hefur áhyggjur af stöðunni.

Aðföng hækkað og framleiðsla dregist saman

Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, segir það áhyggjuefni að afkoma landbúnaðarins hafi versnað samkvæmt þessum tölum. „Aðföng hafa hækkað verulega umfram afurðaverð og framleiðsla hefur líka dregist saman, sérstaklega í nytjaplönturæktun. Slíkt er ekki gott í því ljósi að eftirspurn er vaxandi eftir þeim afurðum en innlenda framleiðslan er greinilega að gefa eftir gagnvart innflutningi. Bæði samtök bænda og stjórnvöld þurfa að fara yfir þessi mál og það verður gert í yfirstandandi viðræðum um endurskoðun garðyrkjusamnings. Svo sannarlega erum við stolt af okkar framleiðslu og við verðum að snúa vörn í sókn.“

Aðfanganotkun landbúnaðarins 40,8 milljarðar

Samkvæmt tölum Hagstofunnar var virði afurða búfjárræktar áætlað 42,2 milljarðar króna árið 2018, þar af voru vörutengdir styrkir og skattar um 11,5 milljarðar króna. Virði afurða nytjaplönturæktar sama ár er 14,4 milljarðar, þar af voru vörutengdir styrkir og skattar 519 milljónir króna. Aðfanganotkun landbúnaðarins í heild er áætluð 40,8 milljarðar árið 2018 og jókst hún um 1,2% frá fyrra ári. Rekja má breytingu á notkun aðfanga til 4,3% magnlækkunar og 5,1% hækkunar á verði.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f