Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Aðeins sótt um hluta af tollkvóta fyrir nautakjöt
Fréttir 18. júní 2014

Aðeins sótt um hluta af tollkvóta fyrir nautakjöt

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur úthlutað svonefndum WTO-tollkvótum fyrir tímabilið júlí 2014 til júní 2015. Ekki kom til útboðs á tollkvótum fyrir nautakjöt þar eð umsóknir náðu ekki því magni sem í boði var og fengu þeir aðilar sem sóttu um tollkvóta honum því úthlutað án þess að þurfa að greiða fyrir. Það vekur athygli í ljósi þess að viðvarandi skortur hefur verið á nautakjöti á íslenskum markaði.

Skýringin á því er talin vera sú að frá 28. febrúar síðastliðnum hefur tollkvóti fyrir nautakjöt verið opinn og gildir sú heimild til loka september næstkomandi. Sú ákvörðun var tekinn af ráðherra að fenginni tillögu ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara en nefndin gerði þá tillögu vegna skorts á nautakjöti. Einungis var úthlutað tollkvóta sem gildir fyrir rúm 37 tonn en í boði voru 95 tonn. Þess ber að geta að tollar á nautakjöt sem flutt er inn með umræddum opnum tollkvótum eru lægri en þeir tollar sem greiða þarf þegar það er flutt inn á WTO-tollkvótum.

Auk nautkjöts var úthlutað tollkvótum vegna innflutnings á svína-, kinda-, geita- og alifuglakjöti, unnum kjötvörum, smjöri og ostum. Ekki kom heldur til útboðs á tollkvótum á svína-, kinda- eða geitakjöti þar eð umsóknir náðu ekki því magni sem í boði var. Samtals bárust umsóknir frá sextán aðilum og töldust þrettán þeirra gild. Umsvifamest þeirra aðila sem óskuðu eftir tollkvótum að þessu sinni var fyrirtækið Innnes, sem fékk úthlutað tollkvótum í öllum vöruflokkum.

Samtals var úthlutað tollkvóta fyrir rúm 58 tonn af svínakjöti og 70 tonnum af kinda- eða geitakjöti. Þá var úthlutað tollkvóta fyrir 59 tonn af alifuglakjöti á meðalverðinu 357 krónur kílóið, fyrir 86 tonn af unnum kjötvörum á 99 krónur kílóið, fyrir 119 tonn af ostum á 206 krónur kílóið og 53 tonn af smjöri á 1 krónu kílóið.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f