Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Aðalfundur Vinafélags Keldna
Líf og starf 24. maí 2018

Aðalfundur Vinafélags Keldna

Aðalfundur Vinafélags Keldna verður haldin í fundarsal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu í Reykjavík þriðjudaginn 29. maí næstkomandi.


Á fundinum verður sagt frá  því sem gert hefur verið og fyrirhugað varðandi uppbyggingu á Keldum og aðstöðu til móttöku ferðamanna.

Sagt verður frá og sýnt merkilegt skrín fyrir helga dóma (helgidómshúsi) í varðveislu Keldna, sem látið var til Þjóðminjasafnsins í Kaupmannahöfn eftir ítrekuð fyrirmæli biskupsins yfir Íslandi árið 1823. Það er lánað hingað nú til sýningar.

Sagt verður frá leit að bústað manna e.t.v. landnámsbæ, sem nú er hulinn sandi á framtúni fyrir sunnan læk á Keldum og frá vinnu við leynigöngin á Keldum. Á Keldum mun hafa verið klaustur  um hríð.

Því má ætla að til umræðu komi Valþjófsstaðahurðin, sem e.t.v. var flutt þangað frá Keldum skv. tilgátu Steinunnar Kristjánsdóttur fornleifafræðings. Þessi hurð kann í fyrstu að hafa verið hurð klaustursins á Keldum.

Félagið var stofnað 24. júní 2015 til að styðja við uppbyggingu gömlu húsanna á Keldum og endurreisn staðarins.

Allir eru velkomnir á fundinn
 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...