Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Gestir á aðalfundi Framsýnar fengu íslenska birkiplöntu eftir fundinn og voru beðnir um að gróðursetja þær svo þær mættu vaxa og dafna. Með þessum táknræna hætti kolefnisjafnaði Framsýn, líklega fyrst stéttarfélaga hér á landi, aksturinn sinn. Varaformaður Framsýnar, Ósk Helgadóttir, vildi kalla það að greiða skuldina við landið. Hér er Ósk með formanni félagsins, Aðalsteini Árna Baldurssyni.
Gestir á aðalfundi Framsýnar fengu íslenska birkiplöntu eftir fundinn og voru beðnir um að gróðursetja þær svo þær mættu vaxa og dafna. Með þessum táknræna hætti kolefnisjafnaði Framsýn, líklega fyrst stéttarfélaga hér á landi, aksturinn sinn. Varaformaður Framsýnar, Ósk Helgadóttir, vildi kalla það að greiða skuldina við landið. Hér er Ósk með formanni félagsins, Aðalsteini Árna Baldurssyni.
Fréttir 13. júlí 2021

Aðalfundur Framsýnar stéttarfélags: Verkalýðsfélagið kolefnisjafnar starfsemina með plöntun trjáa

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Við erum afskaplega stolt af þessu framtaki og teljum okkur fyrst stéttarfélaga til að kolefnisjafna okkar starf­semi. Þetta er ákveðið frum­kvæði sem við tökum með þessu og vonum að fleiri fylgi á eftir. Fulltrúar verkalýðsfélaga eru mikið á ferðinni, bæði í akstri og flugi og með þessu sýnum við ákveðið frumkvæði og tökum á málum. Vonandi fylgja fleiri fordæmi okkar,“ segir Aðalsteinn Árni Baldurs­son, formaður Framsýnar í Þingeyjar­sýslu. Framsýn stéttarfélag afhendi aðalfundar­gestum á dögunum 50 plöntur til að gróðursetja. Tilgangurinn var að kolefnisjafna starfsemi félagsins en samkvæmt útreikningum þurfti 50 skógar-plöntur til að kolefnisjafna starf Framsýnar á liðnu ári, þ.e. á móti akstri starfsmanna og annarra félagsmanna sem ferðuðust akandi á vegum félagsins á liðnu ári. Ósk Helgadóttir, varaformaður Framsýnar, ræddi um þá ákvörðun að kolefnisjafna aðalfundinn og aðra starfsemi á vegum félagsins. Hún sagði að verkalýðshreyfingin væri baráttuafl nú eins og þegar félagið var stofnað fyrir 110 árum, þó áskoranir sem inn á hennar borð komi séu með öðrum hætti. Eitt af stóru málum hreyfingarinnar nú væri jafnframt stærsta áskorun samtímans, loftslagsbreytingar af mannavöldum.

Réttlát umskipti

„Þær hafa þegar haft víðtæk áhrif á efnahags- og atvinnulíf þjóða og þar með lífskjör og afkomu almennings um allan heim. Við sjáum afleiðingar þessara breytinga á jörðinni. Jöklar bráðna, yfirborð sjávar hækkar, vistkerfi raskast og öfgar í veðurfari aukast. Auk þess verða breytingar á lífsskilyrðum í sjó vegna breytinga á straumum, sýrustigi og seltu,“ sagði Ósk á aðalfundinum. Alþjóðlega verkalýðshreyfingin hefur þróað ramma utan um samfélagsbreytingar næstu ára undir yfirskriftinni „réttlát umskipti“. Grunnstefið í réttlátum umskiptum er að breytingarnar þurfi að vera réttlátar gagnvart launafólki, ekki síst í þeim atvinnugreinum sem munu gjörbreytast eða jafnvel hverfa í tengslum við tækniþróun og aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Samhliða því er tekist á við áhrif nýrrar tækni, gervigreindar og sjálfvirknivæðingar.

Grænir skattar bitna á láglaunahópum

„Það væri óskandi að ráðamönnum þjóðarinnar muni auðnist að stíga fram í sama takti og verkalýðshreyfingin og að „réttlát umskipti“ komi til með að þýða það í raun. Þær aðgerðir sem stjórnvöld grípa til þegar ráðist er í aðgerðir gegn loftslagsbreytingum mega ekki verða til þess að auka á hlut hinna fáu í verðmætum samfélagsins. Í því sambandi hefur ASÍ bent á að grænir skattar, eins og til að mynda kolefnisskattur, bitni helst á lágtekjuhópum sem hafa ekki möguleika á að skipta yfir í rafbíla, á meðan efri tekjuhópar nýta sér frekar skattaafslætti sem ívilnanir fyrir vistvæn ökutæki fela í sér.“ 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...