Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Úr Hnausaskógi í Þorskafirði þar sem Arnlín er að segja frá Jochum sem hóf skógræktina á þessum stað.
Úr Hnausaskógi í Þorskafirði þar sem Arnlín er að segja frá Jochum sem hóf skógræktina á þessum stað.
Mynd / aðsend
Á faglegum nótum 17. júlí 2024

Aðalfundur Félags skógarbænda á Vestfjörðum

Höfundur: Lilja Magnúsdóttir og Dagbjartur Bjarnason, eru í stjórn Félags skógarbænda á Vestfjörðum.

Aðalfundur Félags skógarbænda á Vestfjörðum var haldinn á handverksmarkaði Össu í Króksfjarðarnesi laugardaginn 29. júní 2024.

Mættir voru 13 félagar. Naomi Bos formaður fór yfir starfið á árinu. Breytingar urðu á stjórn frá fyrra ári þannig að í stað Naomi og Mörtu Guðrúnar Jóhannesdóttur í aðalstjórn voru kjörin þau Lilja Magnúsdóttir og Dagbjartur Bjarnason.

Stjórnin skipti með sér störfum á þá leið að Lilja Magnúsdóttir er formaður, Arnlín Óladóttir er gjaldkeri og Dagbjartur Bjarnason ritari. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa var rætt um fyrirhugað málþing á Laugum í Sælingsdal þann 12. október í haust og drög að dagskrá sem lágu fyrir fundinum. Áhugi er fyrir því að fá formenn og stjórnir annarra skógarbændafélaga til skrafs og ráðagerða um að sameina krafta skógarbænda og ræða sameiginlega framtíðarsýn. Var nýrri stjórn falið að vinna þessar hugmyndir áfram og mun nýkjörin stjórn skógarbænda á Vestfjörðum setja sig í samband við kollega sína í öðrum landshlutum til að fá þá í lið með sér við þessa umræðu.

Mikill áhugi var fyrir málþinginu í haust og mun ný stjórn vinna áfram með drög að dagskránni og koma henni á framfæri sem allra fyrst.

Eftir fund var gengið um Skóga í þorskafirði undir handleiðslu Halldórs Þorgeirssonar og Eyglóar Gísladóttur ásamt Arnlín Óladóttur sem sögðu frá þessum fallega og sérstaka skógi. Jörðin Skógar eru í eigu Bahá‘í samfélagsins á Íslandi og hefur mikil vinna verið lögð þar í gróðursetningu og fegrun umhverfisins með stígagerð og auðveldara aðgengi.

Stjórn skógarbænda á Vestfjörðum skipa nú Lilja Magnúsdóttir, formaður, skógarbóndi í Tálknafirði, Dagbjartur Bjarnason, ritari, skógarbóndi í Dýrafirði og Arnlín Óladóttir, gjaldkeri, skógarbóndi í Bjarnarfirði á Ströndum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...