Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Sveit Infocapital varð Íslandsmeistari í sveitakeppni í bridds eftir harða úrslitakeppni. Í öðru sæti varð sveit Karls Sigurhjartarsonar. 
„Íslandsmótið var óvenjuspennandi í þetta skiptið og í raun var hörkuspenna hvaða sveit næði gullinu allt fram á síðustu spil,“ segir Matthías Imsland
Sveit Infocapital varð Íslandsmeistari í sveitakeppni í bridds eftir harða úrslitakeppni. Í öðru sæti varð sveit Karls Sigurhjartarsonar. „Íslandsmótið var óvenjuspennandi í þetta skiptið og í raun var hörkuspenna hvaða sveit næði gullinu allt fram á síðustu spil,“ segir Matthías Imsland
Mynd / Björn Þorláksson
Líf og starf 20. maí 2025

Að landa vonlausum samningi

Höfundur: Björn Þorláksson

Hafi maður nokkru sinni séð vonlausan samning skríða heim var það í fyrstu umferð úrslita Íslandsmótsins í sveitakeppni þegar Sævar Þorbjörnsson í sveit Karls Sigurhjartar kom þremur gröndum heim gegn Vigni Haukssyni og Gunnlaugi Sævarssyni í sveit Hótels Norðurljósa. Austur gefur – allir á hættu.

Sævar spilaði samninginn í norður. Vestur hafði hindrað í hjarta og út kom hjartakóngur hjá austri og meira hjarta. Vignir Hauksson sat í vestur, hann drap með ásnum og spilaði tígli í þriðja slag. Sagnhafi hélt áfram með tígulinn í fjórða slag. Vörnin er nú komin með tvo tígulslagi, sagnhafi einn tígulslag en annar til reiðu í holu. Nú eru fyrir sagnhafa í augsýn þrír laufslagir, einn hjartaslagur, tveir á spaða og tveir á tígul. Sem er ekki nóg. Enn vantar einn slag.

Sævar sá að möguleiki væri á að hægt yrði að skvísa austur í svörtu litunum ef skipting spilanna væri þannig. Hann tók rauðu slagina tvo og spilaði svo öllum svörtu háspilunum, slag eftir slag. Gunnlaugur í austur varð um síðir að kasta frá sér valdinu. 9. slagurinn í húsi – þrátt fyrir óleguna í laufi í sögulegu spili. Vörnin gat gert betur en mjög vel spilað hjá Sævari og kennir okkur að gefast aldrei upp.

Skylt efni: bridds

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...