Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Íslenska geitin var nýlega skráð inn í verkefni Slow Food-hreyfingarinnar sem er ætlað að styðja við búfjárkyn í útrýmingarhættu.
Íslenska geitin var nýlega skráð inn í verkefni Slow Food-hreyfingarinnar sem er ætlað að styðja við búfjárkyn í útrýmingarhættu.
Mynd / smh
Fréttir 4. mars 2016

Að lágmarki 17 prósent búfjárkynja í útrýmingarhættu

Höfundur: smh
Samkvæmt nýlegri skýrslu FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, eru 17 prósent af búfjárkynjum heimsins í útrýmingarhættu. Önnur 58 prósent er óvissa með, þar sem ekki eru til nýlegar tölur um fjölda gripa. Því er talið að enn fleiri búfjárkyn geti verið í hættu.
 
Í skýrslunni, sem fjallar einkum um stöðu og horfur fyrir búfjárkyn heimsins, kemur fram að frá árinu 2005 til 2014 hækkaði hlutfall þeirra búfjárkynja sem eru í hættu um heil tvö prósent. Leiddar eru líkur að því að þessa tilhneigingu megi að nokkru leyti rekja til sérhæfingar verksmiðjubúa þar sem markaðslegum kröfum er svarað með hámarksframleiðslu, sem er haldið gangandi með til þess bærum en tiltölulega fáum búfjárkynjum. 
 
Fjölbreytni búfjárkynja lífsnauðsyn
 
José Graziano da Silva, framkvæmdastjóri FAO, segir í formála skýrslunnar að 70 prósent af fátæku sveitafólki í heiminum hafi lífsviðurværi sitt af búfjárrækt. Þess vegna sé fjölbreytni búfjárkynja lífsnauðsyn fyrir heimsbyggðina; landbúnað, byggðaþróun í dreifbýli og fæðuöryggi.
 
Alþjóðlega Slow Food-hreyfingin hefur látið sig þessi mál varða og hluti af þeirra starfsemi er að reka sérstaka stofnun um líffræðilegan fjölbreytileika. Einn þáttur í þeirri starfsemi er stuðningur við búfjárkyn sem eru í hættu, í gegnum verkefni sín sem heita Presidia og Bragðörkin (Ark of Taste). Presidia miðar til dæmis að varðveislu framleiðsluaðferða, vistkerfa og búfjárkynja – og íslenska geitin var einmitt skráð þar inn fyrir skemmstu fyrir tilstuðlan Slow Food-deildarinnar sem er starfandi á Íslandi. Bragðörkin miðar til dæmis að því að varðveita afurðir og þar innanborðs eru íslenska landnámshænan, íslenska mjólkurkýrin, íslenska sauðféð, íslenska forystuféð, auk geitfjárins íslenska. 
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...