Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Nýbygging Heimilisiðnaðarsafnsins var hönnuð á Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur og er 248 fm, þar eru þrír sýningarsalir sem koma sér vel. Fyrsta skóflustungan var tekið þann 6. október árið 2001 en húsið var vígt þann 29. maí 2003.
Nýbygging Heimilisiðnaðarsafnsins var hönnuð á Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur og er 248 fm, þar eru þrír sýningarsalir sem koma sér vel. Fyrsta skóflustungan var tekið þann 6. október árið 2001 en húsið var vígt þann 29. maí 2003.
Líf og starf 20. ágúst 2025

Að koma ull í fat

Höfundur: Bryndís Sigurðardóttir

Við ósa Blöndu kúrir merkileg menningarstofnun sem vert er að skoða þegar farið er um Blönduós, reyndar má vel mæla með að gefa sér tíma í þessum fallega bæ sem býr við þá sérstöku staðhætti að vera margskiptur af tveimur stórfljótum, Blöndu og þjóðvegi 1.

Þetta glæsilega par gæti svo vel verið dressað upp í fínustu tískuhúsum heims en þessar hlýlegu og fallegu flíkur eru ofnar, hannaðar og framleiddar á Íslandi og nánar má skoða þær og fleira í safninu.

Heimilisiðnaðarsafnið var upphaflega opnað árið 1976, af kvenfélagskonum í héraðinu sem vildu halda handverki og vinnu fólks á heimilum til haga, meira en gert var almennt á byggðasöfnum, og var safnið sett upp í gömlu húsi sem byggt hafði verið sem fjós og hlaða við Kvennaskólann á Blönduósi. Það varð fljótlega of lítið enda verkefnið viðamikið og mikilvægt og árið 2003 var viðbygging við gamla fjósið vígð.

Á heimasíðu safnsins segir: „Það má segja að Heimilisiðnaðarsafnið geymi fyrst og fremst hina gleymdu iðju frá fortíð til nútíðar. Lögð er áhersla á að veita innsýn í vinnu kvenna og karla sem fram fór á heimilum og var stór þáttur hins daglega lífs. Þessi tóvinna var útflutningsiðnaður um aldir – „stóriðja þess tíma“ – þar sem ullinni var breytt í verslunarvöru. Það hefur verið hljótt um þessa vinnu og hvernig hvert heimili var sjálfbjarga um að breyta ull í fat og nýta til fullnustu það hráefni sem til féll.“

Halldóra Bjarnadóttir (1873–1981) var þekkt kona á sinni tíð, hún var
heimilisráðunautur Búnaðarfélags Íslands, gaf út ársritið Hlín í 44 ár og stofnaði og rak Tóvinnuskólann á Svalbarði í Suður-Þingeyjarsýslu. Hún arfleiddi safnið að eigum sínum og varðveitast þær í sérstakri deild safnsins, Halldórustofu. Myndin er tekin í Halldórustofu á safninu og þar kennir ýmissa grasa.
Áskorun að reka safn sem þetta

Bændablaðið hitti Elínu S. Sigurðardóttur sem hefur verið viðloðandi safnið nánast frá upphafi og er forstöðumaður og formaður stjórnar. „Það er krefjandi að fjármagna og reka safnið svo vel sé. Safnið er sjálfseignarstofnun og rekstrarfé hefur að stærstum hluta komið frá sveitarfélögum A-Húnavatnssýslu sem flest hafa nú sameinast í sveitarfélagið Húnabyggð. En að fjármagna reksturinn er svo sem verkefni sem flestar menningarstofnanir þurfa að glíma við,“ segir Elín. Hún leggur áherslu á að safnið sé menningarstofnun sem fyrir utan sýningarhald tekur til sín ábyrgð á rannsóknum og fræðslu. „Til dæmis hafa gögn úr safni Halldóru Bjarnadóttur, sem er sérstök deild innan safnsins, verið notuð til meistara- og doktorsritgerða og nokkrar bækur hafa verið ritaðar og útgefnar í beinum tengslum við muni safnsins. Þá er algengt að nemendur á efri skólastigum sem og sérfræðingar á sviði textíls eða sagnfræði leiti til safnsins vegna ritgerða, rannsóknarvinnu eða annara verkefna. Hér er fyrst og fremst verið að opna safnið enn betur fyrir miðlun, sköpun og rannsóknum. Þá er haldið utan um safnkostinn hvað varðar skráningu, ljósmyndun, varðveislu og forvörslu,“ bætir hún við.

Viðburðir

Fyrir utan hefðbundið safnastarf stendur safnið fyrir fjölbreyttum viðburðum, svo sem árlegum stofutónleikum sem eru eins og sumarsýningarnar mjög ólíkir á milli ára og má nefna Alexöndru Chernyshovu, sópran og tónskáld í hittifyrra, Harald Guðmundsson (Halla Jass) ásamt fylgdarliði síðastliðið sumar og nú nýverið Sigurdís Trio ásamt meðleikurum frá Póllandi og Ungverjalandi. Við höfum líka haft kammerog sinfóníutónlist sem og dægurlagatónlist, af nógu er að taka og hljómburður einstaklega góður í opna rými safnsins. Fróðlegir og skemmtilegir fyrirlestrar, upplestur á aðventu, námskeið, fyrir svo utan sérstakar heimsóknir nemenda allt frá grunnskólaaldri til fullorðinsára, innlendra og erlendra, eru fastir liðir í starfsemi safnsins.

Kaffi og kleinur eru gjarnan í boði eftir tónleika eða aðra viðburði í safninu.

Á hverju ári frá því að nýja safnhúsið var vígt árið 2003 er opnuð ný sérsýning/ sumarsýning íslensks textíllistafólks í safninu. Sýningarnar hafa verið mjög ólíkar frá ári til árs og verður að segjast að færri komast að en vilja að sýna í safninu. Í sumar eru það verk eftir Höllu Lilju Ármannsdóttur, prjónahönnu og textíllistakonu, sem hún nefnir „Hún er ég – prjónatilveran“ en um er að ræða prjónaðar flíkur, skúlptúra og margs konar nytjahluti.

Opnunartími

Safnið er opið á sumrin frá 1. júní til 31. ágúst en á öðrum tímum er hægt að hafa samband við forstöðumann sem opnar sérstaklega fyrir hópa. Heimasíða safnsins www.textile.is er afar upplýsandi og hjálpleg.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f