Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
„Fyllum í skurði sem hafa ekki fyrirsjánlegan tilgang“, aðrir skurðir eiga ekki að vera til umræðu sem loftslagsaðgerð.
„Fyllum í skurði sem hafa ekki fyrirsjánlegan tilgang“, aðrir skurðir eiga ekki að vera til umræðu sem loftslagsaðgerð.
Mynd / Bbl
Lesendarýni 16. júlí 2025

Að elska og hata skurði

Höfundur: Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, umhverfis- og sjálfbærnisérfræðingur.

Fyrir nokkrum áratugum þá var það þjóðaríþrótt á Íslandi að grafa skurði. Stór hluti þess skurðakerfis sem þá var grafinn á landinu hafði skýran tilgang á þeim tíma og var nauðsynlegur til að tryggja innlenda landbúnaðarframleiðslu.

Samhliða og í beinu framhaldi eru skurðir grafnir í öðrum tilgangi en til landbúnaðarframleiðslu, en þar má helst nefna vegskurði. Í þéttbýli og sumarbústaðal ö n d u m e r síðan einnig gríðarlegt umfang skurðakerfis sem oft á tíðum er þó falið þar sem lagðar hafa verið drenlagnir og jarðvegur aftur settur yfir. Svo allrar sanngirni sé gætt þá eru slík drenkerfi einnig algeng í túnrækt.

Umræðunni er oft stillt þannig upp að bændur elski að grafa skurði og geri það sér eingöngu til gamans til að ergja þéttbýlisfólkið. Ekkert er þó fjarri sannleikanum enda er afar dýrt að grafa skurði og enginn bóndi sem leikur sér að því að fara í slíkar framkvæmdir. Staðreyndin er að stór hluti góðs ræktunarlands á Íslandi er í blautu landi sem oftast er nefnt votlendi. Til þess að fá eðlilega uppskeru af þessu ræktunarlandi sem er í votlendi verður að grafa skurði. Raunar er það stór þáttur í sjálfbærni í landbúnaði og góðri bústjórn að tryggja rétta framræslu í ræktunarlandi, enda er það grundvöllur þess að nýta aðföng eins og áburð sem best.

Síðustu árin hefur sá hópur verið nokkuð hávær, sem má skilja þannig að helst eigi að moka ofan í alla skurði landsins. Þessi umræða og afstaða á sér eðlilegar skýringar. Umræðan um votlendi og mikilvægi þess að endurheimta það kemur úr loftslagsumræðunni og er sannanlega nokkuð stór losunarflokkur í losunarbókhaldi Íslands. En eins og ýjað hefur verið að hér að framan þá þarf að hafa í huga í þessari umræðu að skurðir eru ekki bara skurðir og oft er, eða var, ástæða fyrir tilvist þeirra tengt matvælaframleiðslu.

Í Loftslagsvegvísi bænda leggja Bændasamtök Íslands til sérstakt ferli varðandi það hvernig meta á landbúnaðarskurði tengt endurheimt votlendis. Það má með nokkurri vissu segja að hluti þess skurðakerfis sem tengist landbúnaðarnotkun hefur ekki lengur þann tilgang sem þeim var ætlað í upphafi, bæði vegna þróunar í landbúnaði og vegna þess að skurðurinn er einfaldlega ekki lengur virkur með sama hætti og þegar hann var nýgrafinn. Málið er því ekki alveg einfalt og mikilvægt verkefni er að kortleggja betur t.d. hvaða skurður gerir hvað og hvort endurheimt sé æskileg út frá matvælaframleiðslu. Aðferðafræðin sem félagskerfi bænda hefur samþykkt í loftslagsvegvísunum snýr þannig að því að öll sjónarmið séu höfð til grundvallar þegar ákvörðun er tekin um endurheimt votlendis með því að fylla skurði. Skilaboð bænda í þessu máli eru til þess að gera einföld, þau eru einfaldlega: ,,Fyllum í skurði sem hafa ekki fyrirsjáanlegan tilgang“, aðrir skurðir eiga ekki að vera til umræðu sem loftslagsaðgerð. Samhliða verður að passa að við Íslendingar afsölum okkur ekki réttinum til að taka endurheimt votlendi aftur til ræktunar gerist þess þörf í framtíðinni.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...