Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Acai-skálar og vegan-vöfflur
Matarkrókurinn 9. október 2020

Acai-skálar og vegan-vöfflur

Auðvelt er að gera skál með berja­mauki, ávöxtum og öllu uppáhaldshráefninu þannig að hún líkist svokallaðri „acai skál“. Þetta er gómsætur matur fullur af andoxunarefni og hollri fitu og ef þið gerið þetta heima er hægt að nálgast þetta hvenær sem hentar, fyrir brot af verði sem slíkt myndi kosta úti í búð.

En hvað er „acai“?
Fyrir það fyrsta, þá eru acai-berin ólík mörgum ávöxtum og berjum sem innihalda mikið af sykri og lítið af fitu. Acai-berin innihalda í raun nokkuð meira af fitu en lítið af sykri.

Uppruni þessarar „skálar“ er í Brasilíu, hún samanstendur af frosnum „acai-ávöxtum“ sem eru maukaðir og bornir fram sem „smoothie“ í skál eða glasi. Í Brasilíu eru acai-skálar venjulega toppaðar með granola, banana og guaraná-sírópi. Nokkur önnur afbrigði er þó að finna um allt land, þar á meðal acai-skálar toppaðar með tapioka-kúlum og saltari útgáfu sem er toppað með rækju eða harðfiski.

Með hjálp frá samfélagsmiðlum hafa acai-skálar orðið vinsælar, þökk sé skærum lit þeirra og úrvali af hráefni.

Acai-skála hráefni:

  • Gott er að nota hreint ósykrað acai-mauk. Ef þú finnur það ekki þá er líka acai-duft í boði.
  • Frosin bláber og jarðarber - Sem betur fer bragðast acai frábærlega með nánast hvaða ávöxtum sem er. Sem sagt, það bragðast sérstaklega dásamlega með frosnum berjum. Í raun gengur hvaða blanda sem er, með bláberjum, jarðarberjum eða brómberum.
    Banani - Helst frosnir, bananar eru náttúrulega ofursætir og ofurkremaðir (svo innihalda þeir líka kalíum!).
  • Vökvi - Já, þú þarft einhvers konar vökva til að koma hlutunum áfram. Ég bætti við mjólk til að auka prótein-up p­örvunina, en ekki hika við að bæta við ykkar eigin uppáhalds ávaxtasafa.
  • Jógúrt - Jógúrt er góð í skálina, en hentar kannski ekki öllum.
Acai-skálar

Hráefni

  • Hráefni sem fallegt er að skreyta með
  • Granola
  • Fræ
  • Hnetur
  • Ferskir niðurskornir ávextir
  • Skál fyllt með þykkum og sléttum acai smoothie

Aðferð

Búðu til þessa acai-skál í þessum einföldum skrefum:

Frystið ávextina ykkar eða kaupið frosna.

Þegar búið er að frysta ávextina eru þeir settir í stóran blandara, þá mjólkin, síðan jógúrtin og loks er frosnum bláberjum, jarðarberjum, banana og acai-berjamauki bætt við.

Gott er geyma í frysti þangað til það kemur að því að njóta þess, eða gera nokkra skammta í einu og geyma í frysti.

Skreytið svo skálina eins og þið viljið hafa hana til að fara beint á Instagram; falleg ber, banani, stökkt granola, hnetusmjör. Sumir vilja jógúrt eða skyr á toppinn.


Auðveldar vegan-vöfflur
– sem auðvelt er að breyta í vegan-borgara

Hráefni

  • 60 g hafrar
  • 60 g kínóa
  • 120 g sojamjólk
  • 30 g hlynsíróp (má sleppa í vegan borgarann)
  • 1 tsk. lyftiduft
Fyrir sætar vöfflur
  • 1 dós kókosmjólk
  • 40 g hlynsíróp
  • 1 tsk. vanilluþykkni
  • skreytið með berjum og banana


Aðferð

Breyttu höfrum og kínóa í eins konar „hveiti“ og blandaðu síðan saman við allt annað hráefni til að gera vöfflur.

Bakið með vöfflujárni á meðalhita í 3–5 mínútur á hvorri hlið.

Blandið saman kókosmjólk, hlynsírópi og vanillu og setjið í rjómasprautu.

Vegan vöffluborgari

Takið sama grunninn og bætið kryddjurtum og smá hvítlauk við, ásamt salti og pipar eftir smekk.

Mikið framboð er af vegan hamborgurum sem er gott að steikja og framreiða á vöfflu með uppáhalds íslenska grænmetinu og vegan chili-majó.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...