Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Býflugur og blóm þrífast þar sem ekki er notaður áburður.
Býflugur og blóm þrífast þar sem ekki er notaður áburður.
Mynd / Rebekah Vos
Fréttir 3. febrúar 2025

Áburður fækkar frjóberum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Samkvæmt rannsóknum vísindamanna í Bretlandi hefur notkun tilbúins áburðar fækkað frjóberum og blómum.

Með því að auka magn köfnunarefnis, kalíums og fosfórs í jarðvegi fækkar blómum fimmfalt og frjóberum um helming. Býflugur verða fyrir mestum áhrifum, en þær geta verið allt að níu sinnum algengari á svæðum þar sem ekki hefur verið borinn á áburður í samanburði við þau svæði sem fengu hæstu áburðarskammtana.

Framkvæmd rannsóknarinnar var í höndum Sussex- og Rothamsted Research-háskólanna og birtist grein um hana í tímariti á vegum Nature. Jarðræktartilraunin sem gögnin byggja á hefur verið í gangi á sama stað á Englandi frá árinu 1856.

Helstu áhrifin eru þau að áburður skapar kjöraðstæður fyrir fljótsprottin grös sem kemur í veg fyrir aðgang blóma og annarra grastegunda. Talið er að með fjölbreyttara úrvali af blómum fjölgi frjóberum þar sem sumir hverjir hafa mjög sérhæfðar þarfir og geta ekki nærst á öllum blómum.

Áhrifin eru greinilegust á þeim svæðum þar sem notaður er köfnunarefnisáburður, sem er mikilvægasta áburðarefnið. Þegar notaður er tilbúinn áburður án köfnunarefnis helst fjöldi blóma og frjóbera hlutfallslega hár.

Rannsakendurnir segja niðurstöðurnar sýna ákveðinn vanda sem bændur glími við, en frjósemi ræktarlands byggi á notkun tilbúins áburðar. The Guardian greinir frá.

Skylt efni: áburður

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...