Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Áætla 909 milljarða til samgangna á 15 árum
Mynd / Job Savelsberg
Fréttir 26. júní 2023

Áætla 909 milljarða til samgangna á 15 árum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra kynnti á dögunum tillögu að samgönguáætlun til áranna 2024–2038.

Þar er lögð áhersla á að auka öryggi í samgöngum, fjárfestingu í flugvöllum og forgangsröðun jarðganga. Hægt er að senda inn umsögn eða ábendingar til og með 31. júlí. Mælt verður fyrir samgönguáætlun á Alþingi næsta haust.

Í áætluninni er lagt til að 80 kílómetrar af stofnvegum verði breikkaðir og akstursstefnur aðskildar. Á Hringveginum verði uppbygging um Suðurfirði og Lagarfljót, um Lón og við Skaftafell. Enn fremur skuli hefjast uppbygging á Skógarstrandavegi, Vestfjarðavegi, Vatnsnesvegi, Norðausturvegi um Brekknaheiði og Skjálfandafljót og á Bárðardalsvegi.

Fyrir árið 2038 verði lagt bundið slitlag á 619 kílómetra af vegum sem í dag eru malarvegir. Á þjóðvegum landsins er 651 einbreið brú og mun þeim fækka um 79, gangi áætlunin eftir. Þar af er stefnt á að allar einbreiðar brýr á Hringveginum verði orðnar tvöfaldar í lok tímabilsins, en þær eru 29 í dag. 68 milljörðum króna verður varið til viðhalds vega á tímabilinu 2024– 2028. Í áætluninni kemur fram að Vegagerðin áætli um uppsöfnuð viðhaldsþörf á þjóðvegakerfinu sé á bilinu sjötíu til áttatíu milljarðar kr.

Allt að 14 jarðgöng

Í áætluninni kemur fram tillaga að forgangsröðun tíu jarðganga til næstu 30 ára, sem má sjá á meðfylgjandi töflu. Jafnframt muni eftirfarandi fjórir kostir vera teknir til síðari skoðunar: Reynisfjall; Lónsheiði; Hellisheiði eystri; ásamt Berufjarðargöngum og Breiðdalsheiðargöngum.

Stefnt verði að lagningu bundins slitlags á Kjalvegi, frá Gullfossi að Kerlingarfjallavegi.

Jafnframt verði unnið að greiningu á kostum varðandi þróun samgöngukerfisins á miðhálendinu, með tilliti til hvaða vegir þjóna samgöngum og hverjir séu mikilvægir fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu. Í áætluninni er lögð til áframhaldandi uppbygging á göngu-, hjólreiða- og reiðstígum. Hvað síðastnefnda atriðið varðar, skulu reiðvegir fá hundrað milljón króna framlag árlega. Jafnframt er lagt til að sextíu milljónum króna verði varið í viðhald girðinga meðfram vegum á ári hverju.

Meðalhraðaeftirliti verði komið upp á þremur köflum: Í Hvalfjarðargöngum, Dýrafjarðargöngum og á Hringvegi í grennd við Kúðafljót.

Unnið verði að endurskoðun tekjuöflunarkerfis ríkisins af ökutækjum, í ljósi þess að tekjur hafa dregist saman vegna orkuskipta. Í áætluninni er gert ráð fyrir að innheimta veggjalda muni standa undir fjármögnun nokkurra fram- kvæmda, að hluta eða í heild.

Þar má nefna nýjan veg yfir Hornafjarðarfljót, nýja brú yfir Ölfusá og jarðgöng samkvæmt jarðgangaáætlun.

Aukin framlög til flugvalla

Varaflugvellir á Akureyri, Egilsstöðum og Reykjavík verði styrktir. Á Egilsstöðum verði uppbygging á flughlaði og akbraut. Á Akureyri verði flugstöðin stækkuð og stefnt er að byggingu nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli, á sama reit og núverandi flugstöð.

Framlög til viðhalds flugvalla muni aukast ásamt því sem innleitt verði nýtt varaflugvallagjald. Hvergi er minnst á framlög til endurbóta vegna slitlagsskemmda á Þingeyrar- flugvelli.

Hafnir og Sundabraut

Alls á að verja 7,7 milljörðum kr. til uppbygginga hafna fyrir árið 2028. Þar má nefna framkvæmdir í Njarðvík, á Sauðárkróki, í Þorláks- höfn og á Ísafirði. Lagt er til að umhverfisvænni orkugjafar verði notaðir til að knýja ferjur ríkisins.

Stefnt skuli að því að framkvæmdir við Sundabraut hefjist árið 2026 og opnað verði fyrir umferð árið 2031. Framkvæmdir brautarinnar verði fjármagnaðar í samvinnu ríkis og einkaaðila.

Skylt efni: Samgöngumál

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f