Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Af hálendinu norðan Kerlingarfjalla, Hofsjökull í baksýn.
Af hálendinu norðan Kerlingarfjalla, Hofsjökull í baksýn.
Mynd / HKr.
Fréttir 7. júní 2019

Á móti áformum um stofnun miðhálendisþjóðgarðs

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Sveitarstjórn Húnavatnshrepps leggst alfarið gegn áformum um stofnun miðhálendisþjóðgarðs, en þau hafa verið kynnt sveit­arfélögum á umliðnum vikum. Í bókun sveitarstjórnar segir að helstu rökin sem borin hafi verið á borð fyrir sveitar­stjórnarfólk á fundum með mið­hálendisnefndinni séu að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að stofna þjóðgarðinn. 
 
Sveitarstjórnin telur að mörg mikilvæg verkefni kalli á athygli og aukið fjármagn og séu mun brýnni hagsmunamál náttúru og þjóðar en stofnun miðhálendisþjóðgarðs.
 
„Stofnun þjóðgarðs hefur óhjákvæmilega í för með sér að skipulagsvald sveitarfélaga skerðist. Lagaramminn um þjóðgarða er þess eðlis að verulegur hluti skipulagsvalds er færður frá sveitarstjórnum með stjórnunar- og verndaráætlunum sem binda hendur sveitarstjórna þegar m.a. kemur að ákvörðunum um landnýtingu, mannvirkjagerð, samgöngur og aðra innviði. Allir þeir meginþættir sem felast í skipulagsvaldi eru því færðir frá sveitarfélögunum,“ segir í bókun sveitarstjórnar Húnavatnshrepps. 
 
Víða pottur brotinn í viðhaldi
 
Þar kemur einnig fram að ekki sé viðunandi að stjórn og umráð yfir 40% af Íslandi verði í höndum fárra aðila. „Stöðugt er vegið að sjálfstæði landsbyggðarsveitarfélaga og þeim ekki treyst fyrir því landsvæði sem er innan þeirra sveitarfélagsmarka. Í ljósi reynslu sem komin er á rekstur þjóðgarða á Íslandi má glöggt sjá að mjög víða er pottur brotinn t.d. í viðhaldi vega, fráveitumála og merkingum svo eitthvað sé nefnt. Ljóst er að mörg stór verkefni sem útheimta mikið fjármagn bíða framkvæmda í þjóðgörðum landsins.“
 
Því fái sveitarstjórn Húnavatns­hrepps ekki séð hvernig ríkinu eigi að takast að halda utan um, sinna og fjármagna, öll þau stóru verkefni sem munu bætast við verði miðhálendisþjóðgarður að veruleika. Allvíða á hálendinu þar sem ekki eru þjóðgarðar er þegar mjög vel haldið á málum.
 
Sveitarstjórn Húnavatnshrepps hefur af því áhyggjur að viðhald og uppbygging þeirra svæða á hálendinu  þar sem vel hefur verið haldið á málum færist aftarlega í röðina þegar kemur að úthlutun fjármagns til svæða í fyrirhuguðum þjóðgarði. 
 
„Í ljósi reynslunnar telur sveitarstjórn að þá muni þeim eignum sem áður voru í eigu og umsjá viðkomandi sveitarfélaga ekki verða viðhaldið og að endingu lokað. Á það bæði við um húsbyggingar og vegslóða eins og dæmi er um í Vatnajökulsþjóðgarði.“ 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f