Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Eitt af verkum Bergþórs Morthens í Listasafninu á Akureyri.
Eitt af verkum Bergþórs Morthens í Listasafninu á Akureyri.
Mynd / LA
Líf og starf 17. október 2025

Á misljósum mörkum

Höfundur: Þröstur Helgason

Mikið líf er í Listasafninu á Akureyri um þessar mundir. Þar standa nú yfir nokkrar sýningar eftir listafólk sem vinnur í fjölbreytilega miðla. Heimsókn í safnið er alltaf ánægjuleg, þó ekki sé nema vegna þess hvað byggingin sjálf er vel heppnuð, en að þessu sinni var ákaflega gott jafnvægi á milli hins smáa og stóra, innra og ytra, aðflutta og heimasprottna, handverks og hugmynda, manns og dýrs, manns og náttúru, reglu og óreiðu.

Sýningarnar leika margar hverjar á einhverjum mörkum, misljósum. Himnastigi Barböru Long minnir jafnt á innviði skógar og mannslíkama, strúktúr lífsins sem teygir sig til himins og leitar þar endanleikans. Mörkin á milli hins innra og ytra eru sömuleiðis óljós í verkum Bergþórs Morthens, Öguð óreiða, sem jafnframt spila á mörk málverks og skúlptúrs.

James Merry er að vissu leyti á sömu mörkum í andlitsgrímum sínum, Nodens, Sulis og Taranis, en James er breskur myndlistarmaður sem hefur búið og starfað á Íslandi í áratug og er líklega þekktastur sem tíður samstarfsmaður Bjarkar Guðmundsdóttur. Grímurnar eru innblásnar af rómverskkeltneskum fornleifafundi í Bretlandi. Þær hylja um leið og þær draga fram hið innra og dulda.

Sýningin Femina Fabula vinnur á mörkum hins mannlega og dýrslega, manns og náttúru. Hún samanstendur af sex myndbandsverkum sem gestir geta horft á í sýndarveruleikagleraugum. Þau fjalla öll um kvenleikann og sköpunarkraftinn. Áberandi er árekstur hins mannlega og dýrslega, vitsmuna og hvatalífs. Sýningin byggir á hugmyndum sviðslistakennaranna Kajsa Bohlin, Lalla la Cour, Anna Stamp, Noora Hannula, Tubna Keles og Linh Le. Verkin urðu til í samvinnu þeirra við myndlistarkonuna Kirsty Whiten og leikstjórann Kristján Ingimarsson, sem er listrænn stjórnandi sýningarinnar.

Ýmir Grönvold sýnir verk innblásin af náttúrunni, vaxtarog hringrásarferlum hennar. Endurtekningar eru áberandi í formum og litum, regla sem sprettur úr óreiðu.

Að lokum skal getið samtals á milli tveggja kynslóða listamanna frá Akureyri. Óli G. Jóhannsson sýnir verk undir titlinum Lífsins gangur og afabarn hans, Sigurd Ólason, sýnir verk undir titlinum DNA afa. Verk Sigurds bera nafn með réttu enda bera þau þess skýr merki að vera máluð undir áhrifum frá afa listamannsins. Úr verður skemmtilegt samtal.

Það er með öðrum orðum ýmislegt að sjá í Listasafninu á Akureyri þessa dagana og óhætt að mæla með heimsókn.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...