Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Jökull kelfir. Samanlagt flatarmál jökla landsins árið 2023 var 10.200 km2 og hafði minnkað um 900 km2 frá aldamótunum 2000.
Jökull kelfir. Samanlagt flatarmál jökla landsins árið 2023 var 10.200 km2 og hafði minnkað um 900 km2 frá aldamótunum 2000.
Mynd / Pixabay
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli áranna 2000 og 2023.

Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað árið 2025 jöklum á hverfanda hveli, og ákveðið að 21. mars ár hvert verði sérstakur alþjóðadagur jökla. Alþjóðaárið verður nýtt til að vekja athygli á mikilvægi jökla, snævar og íss í vatnafræðilegu og veðurfarslegu samhengi og ekki síður efnahagslegu, samfélagslegu og umhverfislegu tilliti. Að þessu sinni mun dagur vatns (22. mars) einnig verða tileinkaður jöklum.

Jöklaárinu var formlega hleypt af stokkunum 21. janúar hjá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni í Genf í Sviss, í samstarfi við Menningarmálastofnun Sameinuðu Þjóðanna (UNESCO) og fleiri.

Á vefnum vedur.is segir að samanlagt flatarmál jökla landsins árið 2023 hafi verið 10.200 km2 og minnkað um 900 km2 frá aldamótunum 2000. Munaði þar mestu um hörfun stærri skriðjökla Vatnajökuls, Langjökuls, Hofsjökuls og Mýrdalsjökuls. Einnig hafi um 70 litlir jöklar á Íslandi horfið á þessu tímabili og var flatarmál þeirra flestra á bilinu 0,1–3 km2 í upphafi þessarar aldar. Fyrirséð sé að fleiri jöklar muni hverfa á næstu áratugum og hafi Hofsjökull eystri á Suðausturlandi verið tilnefndur á alþjóðlegan lista yfir jökla sem eru horfnir eða eigi stutt eftir.

Alþjóðlega jöklarannsóknafélagið mun gefa út sérhefti á árinu sem tileinkað verður horfnum jöklum.

Skylt efni: bráðnun jökla

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...