Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Á Grenivík vantar bæði húsnæði og starfsfólk og með frekari uppbyggingu í atvinnulífinu má gera ráð fyrir að þörfin fari vaxandi. Um þessar mundir eru í byggingu tvö einbýlishús, annað er þetta sem er nánast fullbúið.
Á Grenivík vantar bæði húsnæði og starfsfólk og með frekari uppbyggingu í atvinnulífinu má gera ráð fyrir að þörfin fari vaxandi. Um þessar mundir eru í byggingu tvö einbýlishús, annað er þetta sem er nánast fullbúið.
Mynd / ÞF
Líf og starf 20. október 2021

Á Grenivík vantar húsnæði og fólk til starfa

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Staðan hjá okkur er sú að það vantar húsnæði og einnig fólk til starfa,“ segir Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi. Sveitarstjórn hreppsins hefur á fundum sínum, m.a. nú í vikunni, rætt hvaða möguleikar eru í stöðunni.

Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi.

Þröstur segir að með frekari uppbyggingu í atvinnulífinu megi búast við að þessi þörf fari vaxandi, en sem dæmi er í byggingu nýtt hótel á svæðinu og þá er verið að stækka lyfjaverksmiðju Pharmarctica.

Þröstur segir að lengi vel á þessari öld hafi staðan verið sú að einungis sveitarfélagið byggði íbúðir á Grenivík. Á allra síðustu árum hafa einstaklingar farið að byggja á ný. „Það er til marks um aukna bjartsýni á framtíðina enda hefur húsnæðisverð farið hækkandi og allt selst sem boðið hefur verið til sölu,“ segir hann.

Byrjað verði að byggja næsta vor

Nú eru tvö einbýlishús í byggingu og eitt parhús, allt á vegum einkaaðila. Þröstur segir að sveitarfélagið skoði möguleika á frekari uppbyggingu, með byggingaraðilum eða leigufélögum eftir atvikum. „Stefnan er að reyna að tryggja að það verði hafin bygging á einhverjum íbúðum næsta vor. Í því skyni er t.d. verið að hefja vinnu við deiliskipulag nýs hverfis þar sem áhersla verður á einbýlishús með fallegu útsýni,“ segir Þröstur.

Skylt efni: Grenivík

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...