Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Melarétt í Fljótsdal. Hér má á loftmynd sjá safnhólfið krökkt af kindum og búið að draga nokkurt fé í eina átta af þrettán dilkum. Heimtur voru þokkalegar en veður válynd þótt betur færi en á horfðist um tíma.
Melarétt í Fljótsdal. Hér má á loftmynd sjá safnhólfið krökkt af kindum og búið að draga nokkurt fé í eina átta af þrettán dilkum. Heimtur voru þokkalegar en veður válynd þótt betur færi en á horfðist um tíma.
Mynd / Gunnar Gunnarsson
Fréttir 26. september 2024

Á fimmta þúsund fjár stefnt í Melarétt

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Réttað var í Fljótsdal um miðjan september, í Melarétt.

Þrátt fyrir spá um leiðindaveður víða um land slapp til með göngur og réttir en kalsaveður, þokur og dumbungur settu þó sitt mark á smalamennskuna.

Um eða yfir 4.000 fjár er smalað til Melaréttar og það reiknað í um 140 dagsverkum. Samkvæmt gangnaseðli eru það fjárbýlin Arnheiðarstaðir, Bessastaðagerði, Brekka, Brekkugerði, Egilsstaðir, Eyrarland, Fremri-Víðivellir, Glúmsstaðir 2, Hrafnkelsstaðir, Langhús, Melar og Valþjófsstaður II sem draga fé sitt í dilka í Melarétt. Það svæði sem smalað er tekur m.a. til Rana, undir Fell, Múla, Gilsárdals, Villingadals, Flatarheiðar, Kiðafells og Útheiðar. Jafnan er fyrsta ganga farin í Fell, svo í Rana, síðan á Hraun og Kiðafell, þá Múla og síðast Útheiði.

Fé af Jökuldal, 100–200 kindur, og eitthvað svipað eða nokkru minna úr Fellum, slæmist gjarnan saman við Fljótsdalsféð og jafnvel líka fé utan úr Hróarstungu.

Þegar flest fé var í Fljótsdal var um 9.000 vetrarfóðrað en er nú um 4.500 talsins.

Líklega má segja að Melarétt sé helsta réttin sem eftir er á Austurlandi en vissulega eru þær fleiri, hingað og þangað um fjórðunginn.

14 myndir:

Skylt efni: réttir | fjárréttir

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f