Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Lúðrasveit Þorlákshafnar í samstarfi við Jónas Sig.
Lúðrasveit Þorlákshafnar í samstarfi við Jónas Sig.
Áhugaleikhús 27. október 2022

Á döfinni ...

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Freyvangsleikhúsið í Eyjafirðinum er mörgum kunnugt, en þar verður nú fyrsta vetrardag, 22. október, haldin sannkölluð tónlistarveisla undir nafninu Eitt spor enn. Stendur Hollvinafélag leikhússins fyrir uppákomunni, en um ræðir tónleikahald með lögum Eiríks Bóassonar.

Eiríkur Bóasson

Sá er vel þekktur innan veggja leikhússins enda hefur hann tekið þátt í ófáum sýningum sl. 30 ár, bæði á sviði jafnt sem tónlistarflutningi. Eftir Eirík liggur fjöldinn allur af lögum við texta hinna ýmsu listamanna og eru þó nokkur þeirra útgefin. Fá tónleikagestir að heyra gott úrval laga Eiríks í flutningi frábærra hljóðfæraleikara auk hans sjálfs.

Fram koma:

Karlakór Eyjafjarðar undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar, Kirkjukór Laugalandsprestakalls undir stjórn Þorvalds Arnar Davíðssonar, Jódís, Svetlana Beliaeva, Olga Ivkhuanova, Óskar Pétursson, Margrét Árnadóttir og Hannes Örn Blandon.

Hljómsveitin, Ingólfur Jóhannsson, Hermann Arason, Halldór G. Hauksson, Kristján Jónsson, Guðlaugur Viktorsson, Einar Guðmundsson og Eiríkur Bóasson. leikur undir og má vænta mikillar stemningar, gleði og glaums. Kynnir verður Valdimar Gunnarsson, skemmtunin hefst kl. 20 og miðaverð er 3.000 kr. Miðasala í síma 857-5598 og á freyvangur@gmail.com.

Lúðrasveit Þorlákshafnar í samstarfi við Jónas Sig.

Í tilefni þess að 10 ár eru liðin frá því platan Þar sem himin ber við haf kom út ætla Jónas Sig. og Lúðrasveit Þorlákshafnar að blása til glæsilegra tónleika í Háskólabíói 11. nóvember.

Fjallað er um þetta frábæra samstarf annars staðar í blaðinu, á síðu 38 nánar tiltekið, en til viðbótar við hópinn leika félagarnir Tómas Jónsson á hljómborð, Ómar Guðjónsson á gítar, Guðni Finnsson á bassa og Arnar Þór Gíslason á trommur. Hefjast tónleikarnir í Háskólabíói klukkan 20 og má finna miða á tix.is.

Annað samstarf sem vert er að geta er að nú blása þeir Magnús og Jóhann til tónleika í Bæjarbíói þann 21. október. Er tilefnið 50 ára samstarfsafmæli þeirra félaga, en hljómborðsleikarinn og góður vinur þeirra, Jón Ólafsson, verður þeim innan handar. Hefst gleðin klukkan 20 og miða má finna á tix.is.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...