Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Á að vera landbúnaður á Íslandi
Gamalt og gott 18. nóvember 2016

Á að vera landbúnaður á Íslandi

Fyrir tíu árum, þann 21. nóvember árið 2006, var á forsíðu sagt frá morgunverðarfundi sem var haldinn í Sunnusal Hótel Sögu með yfirskriftinni Á að vera landbúnaður á Íslandi:

Miðvikudaginn 29. nóv. nk. bjóða Bændasamtök Íslands til morgunverðarfundar í Sunnusal Hótel Sögu kl. 8:15. Valdimar Einarsson, sem búsettur er á Nýja- Sjá- landi, heldur erindi um þær breytingar sem orðið hafa í nýsjálenskum landbúnaði og hvort hægt sé að heimfæra þær breytingar á íslenskan landbúnað.

Valdimar hefur um árabil starfað við landbúnaðarráðgjöf, bæði á Íslandi og Nýja- Sjálandi, og þekkir því vel til á báðum stöðum. Aðrir fyrirlesarar eru Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og Anna Sigríður Ólafsdóttir lektor í næringarfræði við Kennaraháskóla Íslands. Aðalsteinn mun m.a. fjalla um mikilvægi matvælaframleiðslu í landinu og benda á afleidd störf í kringum landbúnaðinn. Erindi Önnu Sigríðar heitir „Heilsusamleg matvæli af heimaslóðum“ en þar ræðir hún um möguleika sem Íslendingar hafa á sviði matvælaframleiðslu en þar skipta hefðir og hrein ímynd landsins miklu máli.

Fundurinn hefst sem áður sagði kl. 8:15, aðgangur er ókeypis og veitingar í boði. Gengið er inn í Sunnusal við aðalinngang Hótel Sögu.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...