Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Gíraffar eru meðal tegunda stórra spendýra sem eru í útrýmingarhættu.
Gíraffar eru meðal tegunda stórra spendýra sem eru í útrýmingarhættu.
Fréttir 20. febrúar 2019

96% lífmassa spendýra á jörðinni er fólk og búfé

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þrot- og tilgangslausar veiðar á stórum spendýrum eru komnar að þeim mörkum að flestar tegundir eru að nálgast að vera eða eru í útrýmingarhættu.

Samkvæmt yfirlýsingu frá International Union for Conservation of Nature teljast til stórra spendýra fílar, górillur, gíraffar, flóðhestar, nashyrningar og stórir hvalir svo dæmi séu nefnd. Auk þess sem villtir strútfuglar og fleiri villtar dýrategundir teljast með í flokki stórra dýra sem eru á válista.
Í þessu sambandi er áhugavert að líta til lífmassa spendýra í heiminum, um 4% massans eru villt spendýr en 96% er fólk og búfé.

59% á válista

Greining á 362 tegundum stórra dýra­tegunda sýnir að um 70% þeirra eru á undanhaldi hvað fjölda varðar, 59% eru skráð sem tegund í útrýmingarhættu.

Helsta ástæða fækkunar stórra spendýra er talin vera veiðar, síðan ört minnkandi búsvæði vegna útbreiðslu ræktarlands og stækkun borga, mengun og eiturefni í umhverfinu og samkeppni við aðrar og ágengar dýrategundir sem sækja inn á búsvæði dýranna.

Veiðar helsta ástæða fækkunar

Veiðar, hvort sem um löglegar eða ólöglegar veiðar er að ræða, eru sagðar helsta ástæða þess að stórum villtum skepnum hefur fækka mikið undanfarna áratugi. Til löglegra en gersamlega tilgangslausra veiða telst þegar keypt eru veiðileyfi til að skjóta ljón, gíraffa eða önnur stór dýr sér til gamans. Til ólöglegra veiða er þegar dýr eru drepin til að skera af þeim tennur, horn eða aðra líkamshluta sem seldir eru á svörtum markaði.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...