Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
900 milljónir greiddar út til bænda
Lesendarýni 23. september 2022

900 milljónir greiddar út til bænda

Höfundur: Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.

Fyrstu sprettgreiðslurnar til bænda voru greiddar út síðastliðinn föstudag, tæpar 900 milljónir króna.

Svandís Svavarsdóttir

Um var að ræða álag á gæðastýringargreiðslur, álag á nautakjöt fyrir framleiðslu fyrri hluta árs og stuðning við geitfjárrækt.

Á mánudaginn í þessari viku var svo greitt út álag á gripagreiðslur á mjólkur- og holdakýr. Í næsta mánuði verður svo greitt út álag á jarðræktar-, útirækt og landgreiðslur. Síðari hluti greiðslna vegna nautakjöts, stuðningur til alifugla- og svína kjötsframleiðenda verður greiddur í lok árs og upphafi næsta árs.

Ég stend með bændum

Samtals er þessi stuðningur rúmir 2,5 milljarðar króna. Síðastliðið vor blasti við að grípa þurfti til aðgerða til þess að viðhalda framleiðsluvilja og fæðuöryggi. Ég skipaði þriggja manna spretthóp til að vinna hratt og skila mér útfærðum tillögum á viku. Það gekk eftir og tillögurnar hlutu víðtækan pólitískan stuðning, bæði á vettvangi stjórnmálanna og í samfélaginu. Það var mér mikilvægt að finna að vilji var til þess á stjórnarheimilinu að fara að tillögu minni að standa með bændum. Aðfangakeðja landbúnaðar er þó áfram með hnútum og löskuðum hlekkjum. Enn þá geisar stríð í Úkraínu, kornforðabúri Evrópu. Enn þá er mikil óvissa um áburðarframleiðslu næsta árs og viðbúið að verð á helstu aðföngum til landbúnaðar verði hátt um nokkra hríð. Þó að afurðaverð í t.d. sauðfjárrækt hafi hækkað myndarlega í sumar veit ég að mörg þeirra sem stunda landbúnað mega ekki við miklum áföllum til þess að heimilisbókhaldið fari forgörðum.

Þá hafa stýrivaxtahækkanir haft áhrif á vaxtagreiðslur hjá mörgum í landbúnaði og líklegt að svo verði þangað til að verðbólgudraugurinn verður særður burt á nýjan leik. Vegna þessa þurfa fleiri en stjórnvöld að koma að borðinu. Öll þau sem koma að virðiskeðju matvæla þurfa að axla sameiginlega ábyrgð á því að tryggja skilyrði fyrir innlenda landbúnaðarframleiðslu og þar með fæðuöryggi. Fæðuöryggi verður eingöngu tryggt með kraftmiklum landbúnaði.

Eitt af þeim málum sem eru á minni þingmálaskrá fyrir þetta löggjafarþing er frumvarp um hagræðingu í afurðastöðvageiranum. En ein af tillögum fyrrnefnds spretthóps var að skapa umgjörð utan um hagræðingu við slátrun og kjötvinnslu. Unnið er að útfærslu þeirra tillagna og verða þær kynntar í samráðsgátt stjórnvalda þegar líða tekur á haustið. Ætla má að þær tillögur muni hljóta nokkra umræðu í samfélaginu þegar þær verða birtar og verður í kjölfarið unnið úr þeim athugasemdum sem berast áður en málið er lagt fyrir Alþingi.

Ef við gerum sömu hlutina, fáum við sömu niðurstöður

Ég hef rætt við marga bændur síðan ég tók við embætti matvælaráðherra og ég finn metnaðinn og kraftinn sem býr í þeim. Það eru mikil tækifæri í íslenskum landbúnaði og ég held að á næstu árum muni landbúnaðurinn sýna hvað í honum býr. Við þurfum metnaðarfullan og framsækinn landbúnað hér á landi, til þess að tryggja fæðuöryggi og til þess að ná árangri í loftslagsmálum.

Okkur hættir til þess að gleyma því að landbúnaðurinn er sífellt að breytast og verður að vera sífellt að breytast til að mæta áskorunum hvers tíma. Þannig þurfa verkfæri hins opinbera til stuðnings við landbúnað að breytast í takt við verkefnin. En þar held ég að við eigum mikið verk eftir óunnið við endurskoðun búvörusamninga. Bændur og ríki þurfa að spyrja sig, hvað hefur gengið vel og hvað hefur gengið illa. Því það er ljóst í mínum huga að ef við gerum það sama áfram, þá munum við fá sömu niðurstöðu. Og þá niðurstöðu felli ég mig ekki við – því að landbúnaðurinn er of mikilvægur til þess að vera í vörn. Ábyrgðin er ekki eingöngu gagnvart íslenskum skattgreiðendum og þeirra sem eru bændur núna og í næstu viku. Heldur er hún gagnvart landbúnaði og innlendri matvælaframleiðslu til langrar framtíðar á Íslandi.

Skylt efni: spretthópurinn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...