Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
8% lækkun á áburðarverði hjá Fóðurblöndunni milli ára
Fréttir 21. janúar 2016

8% lækkun á áburðarverði hjá Fóðurblöndunni milli ára

Verðskrá Fóðurblöndunnar/Áburðarverksmiðjunnar er komin út. Verðskráin gildir til 31. janúar 2016 og er háð breytingum á gengi. Eins og áður eru í boði hagstæðir greiðslusamningar. Þá eru í boði 8% staðgreiðsluafsláttur. Áburðarverðskráin lækkar um 8% milli ára sem skýrist meðal annars á breytingum á gengi og hagstæðari samningum milli ára.

Í fréttatilkynningu frá Fóðurblöndunni segir að Fóðurblandan bjóði upp á fjölbreytt úrval af áburðartegundum sem hannaðar voru með íslenskar aðstæður í huga. Fyrirtækið býður upp á bæði einkorna og fjölkorna áburð, fimm einkorna tegundir og átta fjölkorna tegundir.

Áburður fyrir íslenskar aðstæður
Vöruskrá Fóðurblöndunnar byggir á formúlum Áburðarverksmiðjunnar. Áburðarformúlurnar voru sérsniðnar að þörfum landbúnaðar á Íslandi. Efnainnihald áburðarins byggir á rannsóknum sem gerðar voru á íslenskum jarðvegi og mælingum heysýna. Þegar Áburðarverksmiðjan hóf að framleiða NPK áburðartegundir voru sérfræðingar hér á landi fengnir sem ráðgjafar til að hanna áburð sem hentaði okkar aðstæðum. Sérfræðingar í jarðrækt og áburðarfræðum hér á landi komu að gerð þeirra áburðategunda sem fyrirtækið býður uppá.

Einkenni NPK tegunda  Áburðarverksmiðjunnar eru hátt gildi fosfórs og tiltölulega lágt gildi á kalí. Einkenni fjölkorna tegunda fyrirtækisins er hár vatnsleysanleiki. Hár vatnsleysanleiki er sérstaklega mikilvægur í köldu loftslagi og þar sem vaxtartíminn er stuttur. Hér á landi er búið við kalt loftslag og stuttan vaxtartími.

Hagstæðir flutningur í boði
Boðið er upp á flutningstilboð, 600 kr/sekk til þeirra sem panta fyrir 31. janúar næstkomandi. Flutningstilboðið er þó háð því að pantaðir séu 10 sekkir eða meira.

Fóðurblandan hvetur viðskiptavini sína til þess að ganga frá pöntunum sem fyrst, með því að hafa samband við skrifstofu fyrirtækisins í síma 570-9800 eða einhvern af sölumönnum þess eða söluaðilum. Verðskrá er að finna á www.fodur.is
 

Skylt efni: áburður | Fóðurblandan

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...