Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Burstaormar.
Burstaormar.
Fréttir 15. janúar 2020

412 nýjar tegundir greindar 2019

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þrátt fyrir þá staðreynd að líffræðileg fjölbreytni eigi undir högg að sækja í heiminum og að á hverju ári fækki dýra- og plöntutegundum í heiminum er það svo að enn eru að finnast tegundir sem ekki hafa verið greindar áður.

Á síðasta ári skráði Náttúru­gripasafnið í London 412 tegundir lífvera sem ekki hafði verið lýst áður. Meðal nýskráðra lífvera eru fléttur, snákar, útdauðar risaeðlur og bjöllur.

Fleiri tegundir deyja út en greinast

Þrátt fyrir þessar góðu fréttir segja sérfræðingar í líf­fræðilegri fjölbreytni að því miður deyi fleiri tegundir út á hverju ári en greinast sem áður óþekktar. Einnig er sagt líklegt að margar tegundir deyi út áður en þær eru greindar og því ekkert vitað um þær.

Fundur og greining nýrra lífvera er alltaf spennandi og veitir vísindunum aukna innsýn í þróun lífsins og hversu mikið við eigum enn ólært um margbreytileika lífsins.

Bjöllur í meirihluta

Af nýgreindum tegundum árið 2019 eru bjöllur í meirihluta, alls 171 tegund. Ein af þessum bjöllutegundum, Nelloptodes gretae, sem fannst á síðasta ári í Japan, Malasíu, Kenía og Venesúela, var nefnd í höfuðið á sænska umhverfisverndarsinnanum Gretu Thunberg.

Meðal annarra dýrategunda sem greindust eru átta eðlutegundir, fjórir fiskar og ein slöngutegund auk vespu, margfætlu, lúsar, snigils og nokkurra fiðrilda. Meðal útdauðra tegunda sem greindar voru eru snjáldurmús, eitt pokadýr og tvær tegundir af risaeðlum. Þá greindust einnig tólf tegundir burstaorma sem lifa djúpt á botni Kyrrahafsins.

Á síðasta ári voru einnig greindar sjö nýjar plöntutegundir og sjö nýjar fléttur. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...