Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
370 milljón króna sekt vegna brots sem stóð í langan tíma
Fréttir 22. september 2014

370 milljón króna sekt vegna brots sem stóð í langan tíma

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Mjólkursamsalan hafi beitt smærri keppinauta samkeppnishamlandi mismunun með því að selja þeim hrámjólk á 17% hærra verði en fyrirtæki sem eru tengd MS greiddu.

Samkeppniseftirlitið telur brotið alvarlegt og að hæfileg sekt sé 370 milljónir króna. Brotið er í eðli sínu alvarlegt þar sem það tengist mikilvægum neysluvörum og hefur varað í langan tíma eða að minnsta kosti frá árinu 2008 og til ársloka 2013.

Rannsókn hófst 2013
Í upphafi árs 2013 hóf Samkeppniseftirlitið rannsókn á ætluðum brotum Mjólkursamsölunnar ehf. á banni 11. gr. samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Tildrög rannsóknarinnar voru að Mjólkurbúið Kú ehf. kvartaði yfir því að þurfa að greiða MS 17% hærra verð fyrir óunna mjólk til vinnslu en keppinautar Mjólkurbúsins sem eru tengdir MS þyrftu að greiða.

Mjólkurbúið hefur talið að með þessum mun á hráefnisverði til vinnsluaðila væri MS að misnota markaðsráðandi stöðu sína gagnvart minni keppinautum.

Rannsókn málsins hefur leitt í ljós að MS hefur mismunað Mjólkurbúinu og áður Mjólku með því að selja fyrirtækjunum ógerilseydda hrámjólk á allt að 17% hærra verði en gilti gagnvart tengdum aðilum.

Verðmunurinn veikti Mjólku
Var þessi mismunun í hráefnisverði til þess fallin að veikja Mjólku sem keppinaut MS og tengdra félaga og stuðla að sölu félagsins til KS. Eftir að Mjólka komst í eigu KS fékk félagið hrámjólk á allt öðru og lægra verði en áður frá MS, en þegar félagið var keppinautur MS og KS á mjólkurvörumarkaði.
MS hefur borið því við að breytingarnar á búvörulögum 2004 hafi þau áhrif að umrædd verðmismunun geti ekki falið í sér brot á samkeppnislögum. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er rökstutt að það hafi ekki verið tilgangur löggjafans að markaðsráðandi afurðastöðvar í mjólkuriðnaði væru undanþegnar banni samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Gilda því sömu reglur um MS að þessu leyti og gilda gagnvart markaðsráðandi fyrirtækjum í öðrum atvinnugreinum. 

Stór hluti af matarinnkaupum
Í úrskurði Samkeppnisráðs segir að mjólkurvörur eru stór hluti af matarinnkaupum heimila í landinu. Einnig var horft til þess að um ítrekað brot er að ræða.

Verðmunurinn var til þess fallinn að veikja Mjólkurbúið Kú, sem er lítil mjólkurafurðastöð í einkaeigu, og stuðla að sölu á fyrirtækinu Mjólku til Kaupfélags Skagfirðinga á árinu 2009.

 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...