Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Auk þess sem 35 kindur drápust í eldinum, brunnu útihús, hey og rúlluvél.
Auk þess sem 35 kindur drápust í eldinum, brunnu útihús, hey og rúlluvél.
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

Höfundur: Vilmundur Hansen

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi að Syðri- Hömrum II, sem missti 35 kindur í bruna 23. janúar síðastliðinn. Auk þess sem útihús, rúlluvél og hlaða brunnu.

„Húsin, sem voru gamalt fjós, tvö samliggjandi fjárhús og hlaða, eru að mestu ónýt. Við ætlum að reyna að endurreisa nýrra fjárhúsið en hin húsin eru ónýt og ekkert annað að gera en að rífa þau.

Við gerðum allt sem var hægt að gera og fjöldi slökkviliðsmanna kom okkur til aðstoðar og það náðist að bjarga fé nágrana míns en allur okkar fjárstofn, 35 kindur, drapst í brunanum. Í hlöðunni var eitthvað af gömlu heyi í rúllum og þær brunnu og ég var með rúlluvél í geymslu og hún brann líka.“

Eldur kom líklega upp í dráttarvél

Guðjón segir að konan sín, Helga Björk Helgadóttir, hafi fyrst orðið vör við eldinn um klukka níu um kvöldið og að henni hafi sýnst að það hafi kviknað í út frá dráttarvél sem var sett í hús fyrr um daginn eftir notkun.

Ég geri mér ekki grein fyrir því hversu mikill fjárhagslegur skaði varð af brunanum en hann er talsverður. Bara rúlluvélin kostar á fimmtu milljón og svo á eftir að meta húsin og féð.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f