Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
35" breyttur Benz Sprinter
Á faglegum nótum 27. apríl 2016

35" breyttur Benz Sprinter

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Laugardaginn 2. apríl var Askja með stóra sýningu á atvinnubílum frá Benz. Sá bíll sem vakti mesta athygli mína var 35" breyttur fjórhjóladrifinn sjö manna Benz Sprinter með hátt og lágt drif. 
 
Það er Orkubú Vestfjarða sem er að fá bílinn og miðað við breytingarnar og búnað bílsins ætti að vera hægt að bjóða honum ýmsar torfærur á vestfirskum raflínuslóðum. Breytingin var unnin af jeppaþjónustunni Breytir og kostaði undir 2 milljónum. Á bílnum er líka krani sem á að geta híft allt að tveimur tonnum. Í spjalli við Pál Halldór, sölustjóra atvinnubíla hjá Öskju, sagði hann mér að verðið á bílnum eins og hann er afhentur væri nálægt 10 milljónum. Ég fór smá hring á bílnum og fanst í þessum stutta bíltúr ótrúlega gott að keyra bílinn, þrátt fyrir stærð var hann lipur við þröngar aðstæður, krafturinn fínn enda ekki vanþörf á góðum krafti fyrir vestfirska vegi. Ég vil nota tækifærið og óska Orkubúi Vestfjarða til hamingju með vel útbúinn og flottan vinnubíl.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...