Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
3 góðar fyrir jólin
Á faglegum nótum 13. nóvember 2020

3 góðar fyrir jólin

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vinsældir goðalilja eru sífellt að aukast, ekki síst sem jóla­blóm, enda þykir mörgum ilmurinn af þeim góður og þær eru fallegar í skreyt­ingar. Ekki skemmir heldur fyrir að að þær fást í fjölda lita, bláar, rauðar, gular, bleikar og hvítar, allt eftir smekk.

Auðveldast er að rækta hýasintur í grunnum glervasa sé ætlunin að hafa þær í blóma yfir jólin. Vasarnir sem fást í Blómavali eru belgmiklir að neðan en þrengjast rétt ofan við miðju og opnast svo aftur. Fylla skal vasann með volgu vatni upp að þrengingunni, eða þannig að vatnsborðið leiki við neðri hluta lauksins án þess að snerta hann. Einungis ræturnar eiga að ná niður í vatnið.

Eftir að laukurinn er kominn í vasa eða skreytingu skal koma honum fyrir á björtum stað við stofuhita og gæta þess að ræturnar séu alltaf rakar.

Samkvæmt grískum goð­sögum lét ungur og fallegur drengur lífið, Hyasintos, þegar hann varð fyrir kringlu guðsins Apólon þegar þeir léku saman kringlukast.

Upp af blóði piltsins uxu þessar liljur sem síðan eru við hann kenndar og oft kallaðar hýasintur. Upprunni hýasinta eða goðalilja er á Balkanskaga.

Jólakaktusinn er uppruninn á Amasonsvæði Suður-Ameríku, nánar tiltekið í Brasilíu, þar sem hann vex sem ásæta upp í trjákrónum. Ólíkt flestum öðrum kaktusum vex jólakaktusinn því í raka og skugga. Þetta gerir það að verkum að hann dafnar best í hálfskugga og þolir talsvert meiri vökvun en aðrir kaktusar. Kjörhiti hans er 15 til 20 °C.

Þessi algengi kaktus gengur undir ýmsum heitum eins og haust-, nóvember-, eða krabbakaktus, algengasta heitið er þó að öllum líkindum jólakaktus. Sérstaklega þegar hann blómstrar um jólahátíðina.

Eftir að blómgun lýkur er gott að hvíla hann á svölum stað og draga úr vökvun í nokkrar vikur. Jólakaktusa er hægt að fá í ýmsum litum, rauða, hvíta bleika og lillabláa.

Riddarastjarna, eða amaryllis, er glæsilega laukplanta og sómir sér vel um jólin þegar sterklegur og kjötmikill stöngullinn skartar stórum rauðum, hvítum, bleikum eða tvílitum blómum.

Á Viktoríutímanum í Bret­landi stóð amaryllis fyrir ákveðni, fegurð og ást og vísaði til vilja plöntunnar til að blómstra, glæsileika hennar og á þeim tíma rauðs litar blómanna.

Gott er að vökva plöntuna reglulega og gefa áburð hálfsmánaðarlega á meðan hún er í blóma. Klippa skal blómstöngul­inn af eftir blómgun og draga úr vöknun og hvíla plöntuna í þrjá mánuði á svölum stað eftir blómgun

Plantan er upprunnin í Suður-Ameríku en hefur dreifst þaðan sem pottaplanta á átjándu öld vegna þess hversu harðger og auðveld hún er í ræktun auk þess að vera blómviljug.

Áður en laukurinn er settur í mold er gott að láta neðri hluta hans standa í volgu vatni í nokkra klukkutíma þar sem slíkt hraðar rótarmyndun. Amaryllis laukar þrífast best í næringarríkum og vel framræstum moldarjarðvegi við 15 til 20 °C.
Riddarastjörnu er einnig hægt að rækta í glervasa til jólanna.

Amaryllis er fjölær laukplanta og getur blómstrað tvisvar á ári sé hlúð vel að henni.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...