Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
250 milljón tonn af CO2
Fréttir 27. desember 2019

250 milljón tonn af CO2

Höfundur: Vilmundur Hansen

Andfætlingar okkar í Ástralíu hafa undanfarna mánuði barist við gríðarlega runna-, gresju- og skógarelda vegna mikilla þurrka. Reiknuð losun CO2 vegna eldanna eru 250 milljón tonn sem jafngildir um helmingi af árlegri losun álfunnar.

Eldarnir eru mestir í New South Wakes og Queensland og hafa logað síðan í ágúst. Samkvæmt útreikningum er losunin í New South Wakes um 195 milljón tonn og talsvert meiri en í Queensland þar sem losunin er áætluð um 55 milljón tonn. Áætluð heildarlosun í Ástralíu árið 2018 var 532 milljón tonn.

Um 2,7 milljón hektarar af landi hafa brunnið í New South Wakes með geigvænlegum afleiðingum fyrir dýralíf og íbúa svæðisins. Gert er ráð fyrir að eldarnir muni halda áfram þar sem ekki er gert ráð fyrir rigningu á svæðinu á næstunni.

Staðsetning helstu gróðurelda í Ástralíu.

Eldar á gresjum og runnagróðri eru ekki óalgengir þar sem þurrkar eru árlegir og jafnvel nauðsynlegir til að gróður nái að endurnýja sig. CO2 losun við slíka bruna binst yfirleitt fljótt aftur þegar gróðurinn tekur að vaxa á ný.

Öðru máli gegnir um skógarelda þar sem tré eru iðulega lengi að vaxa og getur endurheimt þeirra og binding CO2 í þeim tekið marga áratugi.

Einnig hefur verið bent á að vegna þurrkanna undanfarið hafi dregið verulega úr bindingu gróðurs í Ástralíu á CO2 þar sem vöxtur gróðurs er í lágmarki.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...