2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Höfundur: Þröstur Helgason

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Meðalhiti í byggðum landsins var 5,2 stig sem er 1,1 stigi yfir meðallagi áranna 1991 til 2020, og hefur aldrei verið hærri. Áður var árið 2014 hlýjasta árið á landsvísu.

Árið 2025 hefur einkennst af miklum hlýindum. Hiti var vel yfir meðallagi alla mánuði ársins, nema í janúar, júní, október og nóvember. Maí var langhlýjasti maímánuður frá upphafi mælinga, júlí var hlýjasti júlímánuðurinn (ásamt júlí 1933 sem var jafnhlýr) og desember var þriðji hlýjasti desembermánuður frá upphafi mælinga.

Vorið (apríl og maí) var jafnframt það hlýjasta sem skráð hefur verið á landsvísu. Hitabylgjan í maí, sem stóð yfir dagana 13.–22. maí, var sú mesta sem vitað er um í maímánuði.

Ný hámarkshitamet voru einnig sett í einstökum mánuðum. 

  • Nýtt landsmet í maí: 26,6 stig á Egilsstaðaflugvelli 15. maí.
  • Nýtt landsmet í ágúst: 29,8 stig á Egilsstaðaflugvelli 16. ágúst.
  • Nýtt landsmet í desember: 19,8 stig á Seyðisfirði 24. desember.

Árið var það hlýjasta á mörgum veðurstöðvum, meðal annars í Stykkishólmi þar sem hiti hefur verið mældur samfleytt í 180 ár, allt frá árinu 1845.

Þar hafði árið 2016 áður verið það hlýjasta. Af þeim stöðvum sem hafa mælt hvað lengst var árið einnig það hlýjasta í Reykjavík (af 155 árum ), Bolungarvík (af 128 árum), Grímsstöðum á Fjöllum (af 119 árum), Dalatanga (af 71 ári) og Stórhöfða (af 149 árum) og næsthlýjasta árið á Egilsstöðum (af 71 ári), Teigarhorni (af 152 árum) og Keflavíkurflugvelli (af 74) árum.

Á þessum stöðvum voru það ýmist árin 2014, 2016 eða 2003 sem voru áður þau hlýjustu eða álíka hlý, mismunandi eftir landshlutum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...