Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
16% minni afli en á síðasta ári en verð hærra
Fréttir 25. ágúst 2017

16% minni afli en á síðasta ári en verð hærra

Höfundur: Vilmundur Hansen

Alls stunduðu 250 bátar grásleppuveiðar á nýlokinni grásleppuvertíð. Heildaraflinn í ár var 4.542 tonn sem er 16% minni afli en á vertíðinni í fyrra.

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, sagði í samtali við Bændablaðið að vertíðin í ár hafi staðið frá 20. mars til 14. ágúst og að veiðidagar í ár hafi verið óvenju margir.

„Landinu er skipt í átta veiðisvæði og hafði hver bátur leyfi til að stunda veiði í 46 daga samfellt á sínu svæði en undanfarin ár hafa þeir verið 32.“

Veiði undir meðallagi

Að sögn Arnar var veiði á vertíðinni misjöfn eftir svæðum. „Víða var hún léleg, og þegar á heildina er litið er veiðin nokkuð undir meðaltali.

Langmestu var landað í Stykkishólmi, 919 tonnum. Næstmest var landað á Bakkafirði, 294 tonn, og á Drangsnesi 290 tonn sem er tæpur helmingur þess sem var á vertíðinni í fyrra.“

Verð hærra en í fyrra

Örn segir að Landssamband smábátaeigenda hafi ávallt brýnt fyrir grásleppukörlum að veiða ekki umfram það sem þeir hafa markað fyrir, þannig að komið verði í veg fyrir offramboð.

„Á síðasta ári var veiði undir eftirspurn og skilaði það verðhækkun. Sú verðhækkun hefur gengið eftir á helstu mörkuðum fyrir grásleppukavíar. Grásleppan er ein fárra fisktegunda sem skilar hærra verði til sjómanna í ár en í fyrra.“

Skylt efni: Grásleppa | smábátaveiðar | afli

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...