Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Eliza Reid forsetafrú afhenti verðlaun fyrir þjóðlega rétti. Hér afhendir hún Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur verðlaun fyrir vinsælasta réttinn í netkosningu.
Eliza Reid forsetafrú afhenti verðlaun fyrir þjóðlega rétti. Hér afhendir hún Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur verðlaun fyrir vinsælasta réttinn í netkosningu.
Mynd / TB
Fréttir 30. maí 2018

107 uppskriftir bárust í keppni um þjóðlega rétti

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Harðfisksúpa var hlutskörpust í vali í hugmyndasamkeppninni „Þjóðlegir réttir á okkar veg“ sem Matarauður Íslands stóð fyrir á dögunum. Eliza Reid forsetafrú afhenti verðlaun til þátttakenda á uppskeruhátíð sem haldin var í nýjum húsakynnum Mathallarinnar á Granda á mánudaginn var. Gestum bauðst að smakka á réttunum sem voru hver öðrum betri. Veitingastaðir um allt land munu á næstunni velja einn rétt til þess að setja á matseðilinn hjá sér.

Alls bárust 107 hugmyndir og uppskriftir af þjóðlegum réttum en keppnin var opin og öllum frjálst að senda inn tillögur. Það gætti ýmissa grasa, allt frá njólasúpu, grasystingi og grjúpáni í skemmtilega útfærða samtímarétti. Algengustu hugmyndirnar án uppskriftar voru kótelettur í raspi, plokkfiskur og útgáfur af lúxuspylsum, ýmist með fiski eða kjöti.

Nemendur í Hótel- og veitingaskólanum útfærðu hugmyndirnar í samvinnu við sína kennara. Dómnefnd mat svo árangurinn en efstu 5 vinningshafarnir fengu veglegar matarkörfur ásamt því sem vinsælasti rétturinn í netkosningu fékk verðlaun.

Vinningshafar í hugmyndasamkeppninni Þjóðlegir réttir á okkar veg voru:

1. sæti. Harðfisksúpa. Baldur Garðarsson

2. sæti. Íslenskt ramen, rófunúðlukjötsúpa. Hafliði Sævarsson.

3. sæti. Brauðsúpa. Anna Lára Pálsdóttir.

4. sæti. Rófugrautur. Helga Jóna Þorkelsdóttir.

5. sæti. Nesti smaladrengsins. Hafsteinn Hjartarson.

Vinsælasti rétturinn samkvæmt netkosningu var Fjallagrasa-brulee sem kúabóndinn og fyrrum þingmaðurinn, Jóhanna María Sigmundsdóttir, átti heiðurinn af.

Vinningar voru ekki af verri endanum, stútfullar gjafakörfur af matvörum frá Beint frá býli, Mjólkursamsölunni og flugmiði frá Air Iceland Connect fyrir fyrsta sætið.

Samhliða söfnun uppskrifta óskaði Matarauður Íslands eftir skriflegum matarminningum. Þær er hægt að senda áfram inn í gegnum vefsíðuna mataraudur.is.

24 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f