Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
105 umsóknir bárust um fjárfestingarstuðning vegna framkvæmda í nautgriparækt 2020
Fréttir 27. maí 2020

105 umsóknir bárust um fjárfestingarstuðning vegna framkvæmda í nautgriparækt 2020

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Atvinnuvega- og ný­sköpun­ar­­ráðuneytið fékk 105 umsóknir  um fjárfestingarstuðning í nautgriparækt vegna fram­kvæmda á árinu 2020 í samræmi við reglugerð um stuðning í nautgriparækt. Af þeim voru 44 nýjar umsóknir og 61 framhaldsumsókn fyrir fram­kvæmdum sem hófust 2018 eða 2019. 
 
Heildarkostnaður við framkvæmdir nautgripabænda sem veittur er stuðningur fyrir á árinu 2020 er um 4,4 milljarðar króna. Til úthlutunar eru kr. 210.711.784 samkvæmt fjárlögum ársins. Styrkhlutfall reiknast því um 4,7% af heildarkostnaði sem er heldur hærra en síðasta ár. Hæsti áætlaði styrkur er kr. 10.330.146 en lægsti styrkur kr. 52.389. Þetta kemur m.a. fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Fjárfestingarstuðningur er veittur vegna framkvæmda sem stuðla að hagkvæmari búskaparháttum, bættum aðbúnaði nautgripa og aukinni umhverfisvernd. Markmið stuðningsins er að hraða því að framleiðendur standist kröfur samkvæmt reglugerð um velferð nautgripa nr. 1065/2014. Stuðningurinn er veittur vegna nýframkvæmda og/eða endurbóta á eldri byggingum og kom fyrst til úthlutunar árið 2017 með innleiðingu nýrra búvörusamninga.  Umsækjendur geta nálgast svarbréf við umsókn sinni inni á Bændatorginu undir Rafræn skjöl þar sem stendur bréf. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...